Rangfærslur um Backroads leiðréttar Tom Hale skrifar 17. maí 2018 07:00 Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi. Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu þann 7. maí sl., komu fram rangfærslur um starfsemi Backroads á Íslandi, þar sem því var m.a. haldið fram að Backroads starfaði á Íslandi án leyfa, auk þess sem látið var að því liggja að starfsmenn Backroads á Íslandi njóti lægri launa en kjarasamningar kveða á um. Vegna þeirra rangfærslna sem fram komu í fréttinni viljum við koma eftirfarandi á framfæri: Backroads skipuleggur svokallaðar ævintýraferðir frá Bandaríkjunum og hefur skipulagt ferðir til Íslands í rúm sjö ár. Við dáum Ísland, menningu landsins, náttúru og allt það stórkostlega fólk sem við höfum unnið með þar. Blaðamaðurinn virðist ekki gera sér grein fyrir eða reynir ekki að útskýra hvað Backroads leggur til íslensks samfélags. Við eigum í viðskiptum við yfir 75 aðila á Íslandi, hótel, veitingastaði og aðra þjónustuaðila og hefur Backroads greitt til þeirra um 2,5 milljarða króna frá því við hófum starfsemi þar. Auk þess ætlum við að viðskiptavinir Backroads hafi lagt til ríflega einn milljarð króna til ferðaþjónustuaðila á Íslandi, með því að greiða fyrir húsnæði, fæði og aðra þjónustu, bæði fyrir og eftir ferðir á vegum Backroads. Eru þá ótalin viðskipti við íslensk flugfélög. Þá viljum við taka fram að við erum stolt af þeim stuðningi sem fjöldi samstarfsaðila á Íslandi hefur veitt okkur eftir að fyrrnefnd frétt var birt í Fréttablaðinu.Lögmæti starfsemi – starfsemi Backroads á Íslandi er í fullu samræmi við íslensk lög og reglur EES. Í júlí 2016 áttum við fundi með yfirvöldum og hagsmunaaðilum á Íslandi, þ.m.t. stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar, verkalýðsfélögum og skattyfirvöldum, til að tryggja að starfsemi okkar væri í fullu samræmi við kröfur yfirvalda.Réttindi starfsmanna Backroads – Ólíkt flestum ferðaskrifstofum, sem gera verksamninga við leiðsögumenn, gera Backroads ráðningarsamninga við íslenska starfsmenn og njóta þeir því allra réttinda sem slíkir.Launamál – Laun sem Backroads greiðir íslenskum leiðsögumönnum eru hærri en kveðið er á um í viðeigandi kjarasamningum. Laun eru síðan hækkuð árlega eftir starfsreynslu.Fagleg ferðaþjónusta EKKI hagnýting námsmanna – Ekkert af því góða fólki sem leiðir hópa á vegum Backroads á Íslandi eru námsmenn. Meðaldur er 30 ára með faglegan bakgrunn og allir hafa undirgengist þjálfun og eru með fagþekkingu innan ferðamála.Frábær vinnuveitandi – Það starfa nú 230 manns við leiðsögn hópa á vegum Backroads innan EES, þar sem meðalstarfsaldur er 6 ár og 95% starfsmanna starfa áfram eftir reynslutíma. Við erum stolt af því að vera frábær vinnuveitandi og bjóðum Íslendingum sem hafa þekkingu og reynslu til að ganga í lið með okkur!Aðbúnaður – Backroads flytur inn aðbúnað til Íslands frá Frakklandi og flytur síðan aftur út að tímabili loknu. Er öll skjalagerð og tollafgreiðsla í samræmi við ATA Carnet sem er viðurkenndur alþjóðlegur staðall. Frá árinu 2015 höfum við flutt aðbúnað til og frá Íslandi með Eimskip og unnið með íslenskum tollyfirvöldum til að tryggja að greiddir séu viðeigandi skattar og gjöld.Bifreiðar – Bifreiðar sem Backroads notar á Íslandi eru níu farþega smárútur sem eingöngu eru notaðar til að þjóna gestum á vegum Backroads. Bifreiðarnar og notkun þeirra á Íslandi er í fullu samræmi við reglur EES og áskilja ekki sérstök akstursleyfi. Backroads hefur rekið farsæla ferðaþjónustu víðs vegar um heim í 39 ár og erum við stolt af því að bjóða upp á ferðir til Íslands. Við gerum okkur grein fyrir því að Backroads geti verið hentugt skotmark samkeppnisaðila í ljósi fjárfestinga okkar á Íslandi og fyrirferðar innan ferðaþjónustunnar. Það sem fram kemur í áðurgreindri frétt í Fréttablaðinu og haft er eftir viðmælendum blaðsins þykir okkur hins vegar fela í sér alvarlegar rangfærslur. Skorum við á blaðamann Fréttablaðsins að viðhafa fagleg vinnubrögð í framtíðinni og hafa beint samband við okkur til að afla réttra upplýsinga um starfsemi okkar. Við munum eftir sem áður vinna af einurð og hollustu með íslenskum samstarfsaðilum til að sýna viðskiptavinum okkar það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða.Höfundur er stofnandi og forstjóri Backroads
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun