Samgöngur og uppbygging, það virðist vera sagan endalausa þegar kemur að kosningamálum á Vestfjörðum. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fór í mikla reisu vestur á firði síðastliðna viku þar sem tveir fréttamenn og tökumaður fengu að kynnast samgöngum á kjálkanum frá fyrstu hendi. Rætt var við íbúa norður- og suðurfjörðunum þar sem merkja mátti mun á umræðunni. Á norðurfjörðunum var talsverð von á meðal íbúa um mikla uppbyggingu sem gæti átt sér stað með auknu fiskeldi. Á suðurfjörðunum hefur fiskeldi verið í mikilli uppbyggingu og snýst umræðan þar meira um hvað eigi að gera í þeim uppgangi sem þar ríkir. En samgöngurnar voru efst á baugi hjá Vestfirðingum. Og þó svo að sveitarstjórnarmenn fá í raun litlu ráðið um þar hvar er framkvæmt og hvenær, þá er það hluti af starfi þeirra að beita þrýstingi á ráðamenn um samgöngubætur.Fluginu aflýst Förinni var heitið til Ísafjarðar sunnudagskvöldið 6. maí með Flugfélagi Íslands, eða Air Iceland Connect eins og fyrirtækið heitir í dag. Sterk suðvestanátt var í lofti og einhver seinkun á fluginu. Lagt var hins vegar af stað þar sem talið var að fært væri með flugi á Ísafjörð. Þegar komið var inn í Ísafjarðardjúp varð flugmönnunum ljóst að þeir gætu ekki flogið beint inn í Skutulsfjörð, þar sem Ísafjarðarflugvöllur er, sökum dimmra élja. Ákveðið var að hringsóla í nokkrar mínútur í Djúpinu til að sjá hvort að það myndi birta til inni í Skutulsfirði. Eftir nokkurra mínútna hringsól í mikilli ókyrrð, en þó með frábæru útsýni, var ljóst að ekki væri mögulegt að lenda á Ísafjarðarflugvelli og ekki nægt eldsneyti á vélinni til að bíða lengur. Þetta er engin nýlunda fyrir íbúa við Djúp þegar kemur að flugi til Ísafjarðar og hefur bæjarstjórinn kallað eftir nýjum flugvelli, enda Ísafjarðarflugvöllur hálfrar aldar gamall og úreltur að sögn bæjarstjórans þar sem ekki er hægt að fljúga blindflug að honum. Legan á vellinum inn milli hárra fjalla gerir það að verkum að aðflugið er afar krefjandi og kemur allt of oft fyrir að ekki sé hægt að lenda vegna óhagstæðra veðurskilyrða.Greint var frá því í vetur að flugfélagið þurfti að aflýsa tæplega helmingi allra ferða til Ísafjarðar í febrúar en að jafnaði þarf að fella niður um 25 prósent fluga til Ísafjarðar yfir vetrarmánuðina.Ísafjarðarflugvöllur er inni í Skutulsfirði. Aðstæður hafa verið kannaðar fyrir nýjan flugvöll fyrir neðan Kirkjugarðinn við Hnífsdal.Þegar ljóst var að snúa þurfti vélinni aftur til Reykjavíkur dugði lítið annað en að fá bílaleigubíl og bruna vestur. Sú ferð var að mestu auðveld, fyrir utan virkilega slæmt skyggni á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði þar sem var að auki töluverður þæfingur sem reyndi talsvert á framhjóladrifna bifreið. Þegar Ísfirðingar voru teknir á tali var ekki annað að heyra á þeim en að lífið væri ansi gott á Ísafirði, þó ýmislegt mætti laga. Í-listinn náði hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þar áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta frá stofnun Ísafjarðarbæjar með sameiningu Ísafjarðar, Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar árið 1996. Framsóknarflokkurinn er einnig með lista í Ísafjarðarbæ og hefur áður verið í meirihluta með Sjálfstæðismönnum. Síðastliðinn föstudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju 13 íbúða fjölbýlishúsi sem mun rísa við Sindragötu á Ísafirði í sumar og í apríl síðastliðnum var tekin fyrsta skóflustungan að nýju einbýlishúsi sem ung fjölskylda ætlar að reisa bænum. Laugardagurinn 5. maí var einnig mikill gleðidagur í augum margra Ísfirðinga því nýr skuttogari Hraðfrystihússins Gunnvarar, Páll Pálsson, sigldi þá inn Skutulsfjörðinn. Um er að ræða nýsmíði og kærkomna nýung í skipaflotann þar í bæ.Nýr togari Hraðfrystihúss Gunnvarar, Páll Pálsson, við bryggju í Ísafjarðarhöfn.Vísir/EgillBiðja farþega um að sýna íbúum tilitsemi En Páll Pálsson verður ekki eina skipið sem siglir inn Skutulsfjörðinn í ár. Von er á 110 skemmtiferðaskipum í þennan fjörð á þessu ári og munu þúsundir farþega fara í land og skoða sig um. Einhverjir Ísfirðingar hafa sett út á fjölda skipa sem koma inn Skutulsfjörðinn á ári hverju og skila farþegum í land. Eyrin á Ísafirði fyllist þá af ferðamönnum sem sumum Ísfirðingum finnst þrengja að sínu lífi. Í ár hefur verið brugðið á það ráð að dreifa bæklingum til þessara farþega þar sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki inn á lóðir Ísfirðinga og reyna að trufla þá sem minnst með myndatökum. Hafa sumir lýst því hvernig farþegarnir hafa til dæmis tekið myndir inn um glugga á heimili þeirra á Ísafirði.Enginn hafnarsjóður á eins mikið undir Sem fyrr segir verða skemmtiferðaskipin 110 í ár en það met hefur þegar verið slegið því skipin verða 120 ár næsta ári og eru starfsmenn Ísafjarðarhafnar byrjaðir að selja ferðir fyrir árið 2020. Komur skemmtiferðaskipa er mikil búbót fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar því þær skila um helming af tekjum þeirra og hefur þurft að fjölga starfsmönnum þar vegna umsvifanna. Samband íslenskra sveitarfélaga birti í fyrra úttekt á fjárhagsstöðu íslenskra hafna en þar kom fram að enginn hafnarsjóður á eins mikið undir skemmtiferðaskipum og hafnir Ísafjarðarbæjar.Skemmtiferðaskip í Skutulsfirði.Vísir/PjeturLjóst er að þarna eru miklir hagsmunir undir fyrir sveitarfélagið og væntanlega verkefni komandi bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ að finna eitthvað jafnvægi þannig að allir verða sáttir, bæði heimamenn og farþegar. Nú þegar hefur verið farið í aðgerðir til að fjölga afþreyingarmöguleikum farþega skemmtiferðaskipanna, en sem stendur er aðeins hægt að bjóða nokkur þúsund þeirra upp á einhvers konar dagsferðir. Í sumar mun þó koma upp sú staða að hátt í 7 – 8 þúsund farþegar munu koma til Ísafjarðar á einu degi og því ljóst að ekki verður hægt að bjóða öllum upp á ferðir sem munu draga úr „ónæði“ af þeim í bænum.Sundlaugarmálið Annað mál sem er fremur stórt á Ísafirði er sundlaugarmálið. Nýlega lauk íbúakönnun þar sem leitað var eftir skoðun á ýmsum þáttum er varða Sundhöll Ísafjarðar og sundlaugarmál sveitarfélagsins. Spurt var út í endurbætur á Sundhöllinni og mögulegrar staðsetningar nýrrar sundlaugar. Einnig var spurt út í afstöðu íbúa til byggingar líkamsræktarstöðvar á Torfnesi. Búast má við niðurstöðum úr þessari könnun í lok mánaðarins. Margir Ísfirðingar kalla eftir nýrri sundlaug þar sem aðstaðan í Sundhöll Ísafjarðar, sem var opnuð árið 1945, er komin til ára sinna. Er vonast eftir 25 metra laug og að henni myndi mögulega fylgja aðstaða fyrir líkamsrækt sem þykir vanta þar í bæ, en hingað til hafa Ísfirðingar geta stundað líkamsrækt í Stúdíó Dan síðastliðin 30 ár.Sundhöll Ísafjarðar.Ja.isUmræður á endurbótum á Sundhöll Ísafjarðar hófust þegar farið var að huga að bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Í mars árið 2015 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að efna til samkeppni um endurhönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Úr því komu tillögur sem gerðu ráð fyrir útipottasvæði á bak við Sundhöllina sem hlaut talsverða gagnrýni vegna þess að pottarnir yrðu í skugga og ekki hægt að njóta sólar þar stóran hluta dags. Ljóst er að sundlaugarmál verða fyrirferðarmikil hjá komandi bæjarstjórn og möguleikar á fjölnota íþróttahúsi. Á Ísafirði hefur leikskólaaðstaða einnig verið til umræðu en stefnt er að því að stytta bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að tryggja leikskólapláss frá tólf mánaða aldri.Fiskeldi og húsnæðismál í Bolungarvík Í Bolungarvík voru húsnæðismál og uppbygging atvinnulífs efst á baugi þeirra sem rætt var við. Rætt var um hafnarsvæðið og skipulagningu á því með aukin umsvif að leiðarljósi, þrýsta á vegabætur, skipuleggja og auglýsa lóðir undir nýbyggingar og berjast fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Einhverjir bentu á að ekki þýði að setja öll eggin í sömu körfuna með því að leggja alla áherslu á fiskeldi, huga þurfi einnig að öðrum möguleikum ef ekkert verður af laxeldinu. Í Bolungarvík eru þrjú framboð; Sjálfstæðismenn og óháðir, Máttur meyja og manna og Framlag.Göng og kalkþörungar í Súðavík Súðavík er í Álftafirði, næsta firði við Skutulsfjörð þar sem Ísafjörður er, en hávær krafa er meðal Súðvíkinga og nærsveitunga um jarðgöng þar á milli. Til að komast til Súðavíkur frá Ísafirði þarf að aka Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð en mikil snjóflóðahætta er á þessum vegi á veturna og er honum lokað oft á ári þegar er mikið fannfergi. Þá er einnig hætta á grjóthruni á Súðavíkurhlíð. Þegar þessi vegur er lokaður á veturna missa sveitarfélögin við Ísafjarðardjúp leiðina suður til Reykjavíkur. Í Súðavík velta menn upp atvinnumálum á borð við laxeldi, kalkþörungaverksmiðju og ferðaþjónustu. Þá er einnig rætt um húsnæðismál, það er uppbyggingu á nýjum íbúðum þar í bæ. Í Súðavík verða tvö framboð í ár. Annars vegar Hreppslistinn og Víkurlistinn. Hreppslistinn er með þrjá menn í bæjarstjórn á móti tveimur mönnum Lýðræðislistans sem býður ekki fram í ár.Í Súðavík verða tvö framboð í ár.Vísir/EgillÚreltir vegir Frá norðurfjörðum var haldið yfir á suðurfirðina þar sem eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Til að fara frá Ísafirði til Patreksfjarðar þarf að fara í gegnum Vestfjarðargöngin yfir í Önundarfjörð, þaðan yfir Gemlufallsheiði í Dýrafjörð en þegar keyrt er yfir Sandafell fyrir ofan Þingeyri í firðinum kárnar gamanið. Við tekur Hrafnseyrarheiði sem er ófær stóran hluta árs þar sem ekki þykir taka því að reyna að halda veginum um heiðina opnum sem og veginum um Dynjandisheiði. Talað hefur verið um þessa vegi sem eina alvarlegustu hindrun í samgöngukerfi landshlutans en þeir hafa verið í nánast sama ásigkomulagi síðastliðna áratugi og löngu orðnir úreltir.Ástand þeirra var með þeim hætti þegar ekið var um þá í síðustu viku að bílaleigubíllinn mátti hafa sig allan við til að hristast ekki í sundur. Bíllinn var búinn allskonar nemum til að láta ökumann vita af ástandi ökutækisins og vegar en á einum stað gafst bíllinn hreinlega upp á upplýsingagjöfinni og tilkynnti ökumanni að hann gæti ekki lengur haldið honum upplýstum um ýmsa þætti, líklega sökum aurs og drullu.Bora Dýrafjarðargöng Í austasta hluta Arnarfjarðar mátti þó sjá starfsmenn tékkneska verktakans Metostav og Suðurverks grafa jarðgöng sem fara yfir í Dýrafjörð. Er um að ræða fyrsta skrefið af nokkrum í samgöngubótum á milli suður- og norðurfjarðanna.Teigsskógur Þá kalla íbúar á suðurfjörðunum eftir bættum samgöngum á leiðinni sem liggur suður eftir og vilja þá helst af öllu losna við vegi yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Miklar deilur hafa staðið yfir um mögulegar vegaframkvæmdir í gegnum Teigsskóg og íbúar á svæðinu orðnir langþreyttir á úrræðaleysi í þeim málum. Patreksfjörður og Bíldudalur eru sameinuð sveitarfélög undir nafninu Vesturbyggð en á milli þeirra er sveitarfélag Tálknafjarðar sem stendur eitt og sér.Frá Bíldudal.Vísir/EgillBjartsýni í lofti Mikill uppgangur hefur átt sér stað þar undanfarin ár vegna sjókvíaeldis þar sem lax er ræktaður. Þegar rætt var við forsvarsmenn Arnarlax kom í ljós að samgöngur væru ein af þeim hindrunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir þegar kemur að frekari uppgangi. Á Bíldudal hefur börnum í grunnskólanum fjölgað á síðustu árum, þjónusta batnað, fara á í framkvæmdir á íþróttahúsinu þar sem koma á fyrir vaðlaug samhliða fyrirliggjandi pottasvæði, rætt er um framkvæmdir á hafnarsvæðinu til geta mætt auknum umsvifum sem fylgja atvinnulífinu en einnig þurfi að huga að sorpi sem fellur af iðnaðinum þar í bæ. Bjartsýni virtist vera í loftinu, fólk er að laga til húsin sín en fasteignaverð hefur hækkað mikið í bænum en húsnæðisvandi er hins vegar viðloðandi. Margir eru á biðlista eftir að fá húsnæði leigt og eru hús umsetin. Sveitarfélagið hefur boðið fyrirtækjum eftirgjöf á gatnagerðargjöldum á skipulögðum byggingarlóðum. Íslenska kalkþörungafélagið fékk í fyrra úthlutað lóð á Bíldudal til að byggja raðhús með fjórum 75 metra íbúðum. Er um að ræða fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á Bíldudal í 28 ár. Tvö framboð eru í Vesturbyggð, annars vegar listi Sjálfstæðismanna og óháðra og listi Nýrrar sýnar. Á Tálknafirði eru tvö framboð, Eflum Tálknafjörð og listi óháðra.Samverkandi þættir Það sem var gegnumgangandi stef á Vestfjörðum eru samgöngur og uppbygging atvinnulífs. Þetta tvennt virðist haldast í hendur. Slæmar samgöngur eru hindrun í uppbyggingu atvinnulífs, þar með fjölgar ekki fólki eins mikið og vonir standa til og þá er mögulega erfiðara fyrir ráðamenn að réttlæta dýrar framkvæmdir sem bæta ástandið. Auðvitað hafa framfaraskref verið tekin og samgöngur batnað undanfarna áratugi og er til dæmis búist við að Dýrafjarðargöng opni árið 2020. Vestfirðingum finnst þetta hins vegar hafa gengið of hægt og benda á að slæmar samgöngur komi til að mynda mikið niður á ferðaþjónustunni, sem er mun minni í þessum landsfjórðungi en þekkist annars staðar.Frá Hrafnseyrarheiði.Vísir/EgillGöngin góð Vestfirðingar sögðu frá góðri reynslu af samgöngubótum á borð við Vestfjarðagöng og Bolungarvíkurgöng. Gárungarnir sögðu til að mynda í fyrstu að Bolungarvíkurgöng væru einungis gerð svo Bolvíkingar kæmust frá Bolungarvík. Raunin varð hins vegar önnur, jákvæð þróun hefur orðið á byggðinni og eru nærsveitungar mun duglegri að sækja þjónustu í Víkina og er sundlaugin til að mynda þar í bæ orðin vinsæl á meðal Ísfirðinga á morgnanna. Almennt voru flestir sammála um hvað þarf að gera, en kannski ekki hvernig. Eitt er víst að allir höfðu hag svæðisins fyrir brjósti sama hvaða málefni var rætt.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Akureyri. Fréttaskýringar Kosningar 2018 Sundlaugar Tengdar fréttir Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 "Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00 Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Samgöngur og uppbygging, það virðist vera sagan endalausa þegar kemur að kosningamálum á Vestfjörðum. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fór í mikla reisu vestur á firði síðastliðna viku þar sem tveir fréttamenn og tökumaður fengu að kynnast samgöngum á kjálkanum frá fyrstu hendi. Rætt var við íbúa norður- og suðurfjörðunum þar sem merkja mátti mun á umræðunni. Á norðurfjörðunum var talsverð von á meðal íbúa um mikla uppbyggingu sem gæti átt sér stað með auknu fiskeldi. Á suðurfjörðunum hefur fiskeldi verið í mikilli uppbyggingu og snýst umræðan þar meira um hvað eigi að gera í þeim uppgangi sem þar ríkir. En samgöngurnar voru efst á baugi hjá Vestfirðingum. Og þó svo að sveitarstjórnarmenn fá í raun litlu ráðið um þar hvar er framkvæmt og hvenær, þá er það hluti af starfi þeirra að beita þrýstingi á ráðamenn um samgöngubætur.Fluginu aflýst Förinni var heitið til Ísafjarðar sunnudagskvöldið 6. maí með Flugfélagi Íslands, eða Air Iceland Connect eins og fyrirtækið heitir í dag. Sterk suðvestanátt var í lofti og einhver seinkun á fluginu. Lagt var hins vegar af stað þar sem talið var að fært væri með flugi á Ísafjörð. Þegar komið var inn í Ísafjarðardjúp varð flugmönnunum ljóst að þeir gætu ekki flogið beint inn í Skutulsfjörð, þar sem Ísafjarðarflugvöllur er, sökum dimmra élja. Ákveðið var að hringsóla í nokkrar mínútur í Djúpinu til að sjá hvort að það myndi birta til inni í Skutulsfirði. Eftir nokkurra mínútna hringsól í mikilli ókyrrð, en þó með frábæru útsýni, var ljóst að ekki væri mögulegt að lenda á Ísafjarðarflugvelli og ekki nægt eldsneyti á vélinni til að bíða lengur. Þetta er engin nýlunda fyrir íbúa við Djúp þegar kemur að flugi til Ísafjarðar og hefur bæjarstjórinn kallað eftir nýjum flugvelli, enda Ísafjarðarflugvöllur hálfrar aldar gamall og úreltur að sögn bæjarstjórans þar sem ekki er hægt að fljúga blindflug að honum. Legan á vellinum inn milli hárra fjalla gerir það að verkum að aðflugið er afar krefjandi og kemur allt of oft fyrir að ekki sé hægt að lenda vegna óhagstæðra veðurskilyrða.Greint var frá því í vetur að flugfélagið þurfti að aflýsa tæplega helmingi allra ferða til Ísafjarðar í febrúar en að jafnaði þarf að fella niður um 25 prósent fluga til Ísafjarðar yfir vetrarmánuðina.Ísafjarðarflugvöllur er inni í Skutulsfirði. Aðstæður hafa verið kannaðar fyrir nýjan flugvöll fyrir neðan Kirkjugarðinn við Hnífsdal.Þegar ljóst var að snúa þurfti vélinni aftur til Reykjavíkur dugði lítið annað en að fá bílaleigubíl og bruna vestur. Sú ferð var að mestu auðveld, fyrir utan virkilega slæmt skyggni á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði þar sem var að auki töluverður þæfingur sem reyndi talsvert á framhjóladrifna bifreið. Þegar Ísfirðingar voru teknir á tali var ekki annað að heyra á þeim en að lífið væri ansi gott á Ísafirði, þó ýmislegt mætti laga. Í-listinn náði hreinum meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 en þar áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta frá stofnun Ísafjarðarbæjar með sameiningu Ísafjarðar, Flateyrar, Suðureyrar og Þingeyrar árið 1996. Framsóknarflokkurinn er einnig með lista í Ísafjarðarbæ og hefur áður verið í meirihluta með Sjálfstæðismönnum. Síðastliðinn föstudag var fyrsta skóflustungan tekin að nýju 13 íbúða fjölbýlishúsi sem mun rísa við Sindragötu á Ísafirði í sumar og í apríl síðastliðnum var tekin fyrsta skóflustungan að nýju einbýlishúsi sem ung fjölskylda ætlar að reisa bænum. Laugardagurinn 5. maí var einnig mikill gleðidagur í augum margra Ísfirðinga því nýr skuttogari Hraðfrystihússins Gunnvarar, Páll Pálsson, sigldi þá inn Skutulsfjörðinn. Um er að ræða nýsmíði og kærkomna nýung í skipaflotann þar í bæ.Nýr togari Hraðfrystihúss Gunnvarar, Páll Pálsson, við bryggju í Ísafjarðarhöfn.Vísir/EgillBiðja farþega um að sýna íbúum tilitsemi En Páll Pálsson verður ekki eina skipið sem siglir inn Skutulsfjörðinn í ár. Von er á 110 skemmtiferðaskipum í þennan fjörð á þessu ári og munu þúsundir farþega fara í land og skoða sig um. Einhverjir Ísfirðingar hafa sett út á fjölda skipa sem koma inn Skutulsfjörðinn á ári hverju og skila farþegum í land. Eyrin á Ísafirði fyllist þá af ferðamönnum sem sumum Ísfirðingum finnst þrengja að sínu lífi. Í ár hefur verið brugðið á það ráð að dreifa bæklingum til þessara farþega þar sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að fara ekki inn á lóðir Ísfirðinga og reyna að trufla þá sem minnst með myndatökum. Hafa sumir lýst því hvernig farþegarnir hafa til dæmis tekið myndir inn um glugga á heimili þeirra á Ísafirði.Enginn hafnarsjóður á eins mikið undir Sem fyrr segir verða skemmtiferðaskipin 110 í ár en það met hefur þegar verið slegið því skipin verða 120 ár næsta ári og eru starfsmenn Ísafjarðarhafnar byrjaðir að selja ferðir fyrir árið 2020. Komur skemmtiferðaskipa er mikil búbót fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar því þær skila um helming af tekjum þeirra og hefur þurft að fjölga starfsmönnum þar vegna umsvifanna. Samband íslenskra sveitarfélaga birti í fyrra úttekt á fjárhagsstöðu íslenskra hafna en þar kom fram að enginn hafnarsjóður á eins mikið undir skemmtiferðaskipum og hafnir Ísafjarðarbæjar.Skemmtiferðaskip í Skutulsfirði.Vísir/PjeturLjóst er að þarna eru miklir hagsmunir undir fyrir sveitarfélagið og væntanlega verkefni komandi bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ að finna eitthvað jafnvægi þannig að allir verða sáttir, bæði heimamenn og farþegar. Nú þegar hefur verið farið í aðgerðir til að fjölga afþreyingarmöguleikum farþega skemmtiferðaskipanna, en sem stendur er aðeins hægt að bjóða nokkur þúsund þeirra upp á einhvers konar dagsferðir. Í sumar mun þó koma upp sú staða að hátt í 7 – 8 þúsund farþegar munu koma til Ísafjarðar á einu degi og því ljóst að ekki verður hægt að bjóða öllum upp á ferðir sem munu draga úr „ónæði“ af þeim í bænum.Sundlaugarmálið Annað mál sem er fremur stórt á Ísafirði er sundlaugarmálið. Nýlega lauk íbúakönnun þar sem leitað var eftir skoðun á ýmsum þáttum er varða Sundhöll Ísafjarðar og sundlaugarmál sveitarfélagsins. Spurt var út í endurbætur á Sundhöllinni og mögulegrar staðsetningar nýrrar sundlaugar. Einnig var spurt út í afstöðu íbúa til byggingar líkamsræktarstöðvar á Torfnesi. Búast má við niðurstöðum úr þessari könnun í lok mánaðarins. Margir Ísfirðingar kalla eftir nýrri sundlaug þar sem aðstaðan í Sundhöll Ísafjarðar, sem var opnuð árið 1945, er komin til ára sinna. Er vonast eftir 25 metra laug og að henni myndi mögulega fylgja aðstaða fyrir líkamsrækt sem þykir vanta þar í bæ, en hingað til hafa Ísfirðingar geta stundað líkamsrækt í Stúdíó Dan síðastliðin 30 ár.Sundhöll Ísafjarðar.Ja.isUmræður á endurbótum á Sundhöll Ísafjarðar hófust þegar farið var að huga að bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Í mars árið 2015 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að efna til samkeppni um endurhönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Úr því komu tillögur sem gerðu ráð fyrir útipottasvæði á bak við Sundhöllina sem hlaut talsverða gagnrýni vegna þess að pottarnir yrðu í skugga og ekki hægt að njóta sólar þar stóran hluta dags. Ljóst er að sundlaugarmál verða fyrirferðarmikil hjá komandi bæjarstjórn og möguleikar á fjölnota íþróttahúsi. Á Ísafirði hefur leikskólaaðstaða einnig verið til umræðu en stefnt er að því að stytta bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að tryggja leikskólapláss frá tólf mánaða aldri.Fiskeldi og húsnæðismál í Bolungarvík Í Bolungarvík voru húsnæðismál og uppbygging atvinnulífs efst á baugi þeirra sem rætt var við. Rætt var um hafnarsvæðið og skipulagningu á því með aukin umsvif að leiðarljósi, þrýsta á vegabætur, skipuleggja og auglýsa lóðir undir nýbyggingar og berjast fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Einhverjir bentu á að ekki þýði að setja öll eggin í sömu körfuna með því að leggja alla áherslu á fiskeldi, huga þurfi einnig að öðrum möguleikum ef ekkert verður af laxeldinu. Í Bolungarvík eru þrjú framboð; Sjálfstæðismenn og óháðir, Máttur meyja og manna og Framlag.Göng og kalkþörungar í Súðavík Súðavík er í Álftafirði, næsta firði við Skutulsfjörð þar sem Ísafjörður er, en hávær krafa er meðal Súðvíkinga og nærsveitunga um jarðgöng þar á milli. Til að komast til Súðavíkur frá Ísafirði þarf að aka Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð en mikil snjóflóðahætta er á þessum vegi á veturna og er honum lokað oft á ári þegar er mikið fannfergi. Þá er einnig hætta á grjóthruni á Súðavíkurhlíð. Þegar þessi vegur er lokaður á veturna missa sveitarfélögin við Ísafjarðardjúp leiðina suður til Reykjavíkur. Í Súðavík velta menn upp atvinnumálum á borð við laxeldi, kalkþörungaverksmiðju og ferðaþjónustu. Þá er einnig rætt um húsnæðismál, það er uppbyggingu á nýjum íbúðum þar í bæ. Í Súðavík verða tvö framboð í ár. Annars vegar Hreppslistinn og Víkurlistinn. Hreppslistinn er með þrjá menn í bæjarstjórn á móti tveimur mönnum Lýðræðislistans sem býður ekki fram í ár.Í Súðavík verða tvö framboð í ár.Vísir/EgillÚreltir vegir Frá norðurfjörðum var haldið yfir á suðurfirðina þar sem eru Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur. Til að fara frá Ísafirði til Patreksfjarðar þarf að fara í gegnum Vestfjarðargöngin yfir í Önundarfjörð, þaðan yfir Gemlufallsheiði í Dýrafjörð en þegar keyrt er yfir Sandafell fyrir ofan Þingeyri í firðinum kárnar gamanið. Við tekur Hrafnseyrarheiði sem er ófær stóran hluta árs þar sem ekki þykir taka því að reyna að halda veginum um heiðina opnum sem og veginum um Dynjandisheiði. Talað hefur verið um þessa vegi sem eina alvarlegustu hindrun í samgöngukerfi landshlutans en þeir hafa verið í nánast sama ásigkomulagi síðastliðna áratugi og löngu orðnir úreltir.Ástand þeirra var með þeim hætti þegar ekið var um þá í síðustu viku að bílaleigubíllinn mátti hafa sig allan við til að hristast ekki í sundur. Bíllinn var búinn allskonar nemum til að láta ökumann vita af ástandi ökutækisins og vegar en á einum stað gafst bíllinn hreinlega upp á upplýsingagjöfinni og tilkynnti ökumanni að hann gæti ekki lengur haldið honum upplýstum um ýmsa þætti, líklega sökum aurs og drullu.Bora Dýrafjarðargöng Í austasta hluta Arnarfjarðar mátti þó sjá starfsmenn tékkneska verktakans Metostav og Suðurverks grafa jarðgöng sem fara yfir í Dýrafjörð. Er um að ræða fyrsta skrefið af nokkrum í samgöngubótum á milli suður- og norðurfjarðanna.Teigsskógur Þá kalla íbúar á suðurfjörðunum eftir bættum samgöngum á leiðinni sem liggur suður eftir og vilja þá helst af öllu losna við vegi yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Miklar deilur hafa staðið yfir um mögulegar vegaframkvæmdir í gegnum Teigsskóg og íbúar á svæðinu orðnir langþreyttir á úrræðaleysi í þeim málum. Patreksfjörður og Bíldudalur eru sameinuð sveitarfélög undir nafninu Vesturbyggð en á milli þeirra er sveitarfélag Tálknafjarðar sem stendur eitt og sér.Frá Bíldudal.Vísir/EgillBjartsýni í lofti Mikill uppgangur hefur átt sér stað þar undanfarin ár vegna sjókvíaeldis þar sem lax er ræktaður. Þegar rætt var við forsvarsmenn Arnarlax kom í ljós að samgöngur væru ein af þeim hindrunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir þegar kemur að frekari uppgangi. Á Bíldudal hefur börnum í grunnskólanum fjölgað á síðustu árum, þjónusta batnað, fara á í framkvæmdir á íþróttahúsinu þar sem koma á fyrir vaðlaug samhliða fyrirliggjandi pottasvæði, rætt er um framkvæmdir á hafnarsvæðinu til geta mætt auknum umsvifum sem fylgja atvinnulífinu en einnig þurfi að huga að sorpi sem fellur af iðnaðinum þar í bæ. Bjartsýni virtist vera í loftinu, fólk er að laga til húsin sín en fasteignaverð hefur hækkað mikið í bænum en húsnæðisvandi er hins vegar viðloðandi. Margir eru á biðlista eftir að fá húsnæði leigt og eru hús umsetin. Sveitarfélagið hefur boðið fyrirtækjum eftirgjöf á gatnagerðargjöldum á skipulögðum byggingarlóðum. Íslenska kalkþörungafélagið fékk í fyrra úthlutað lóð á Bíldudal til að byggja raðhús með fjórum 75 metra íbúðum. Er um að ræða fyrsta íbúðarhúsið sem byggt er á Bíldudal í 28 ár. Tvö framboð eru í Vesturbyggð, annars vegar listi Sjálfstæðismanna og óháðra og listi Nýrrar sýnar. Á Tálknafirði eru tvö framboð, Eflum Tálknafjörð og listi óháðra.Samverkandi þættir Það sem var gegnumgangandi stef á Vestfjörðum eru samgöngur og uppbygging atvinnulífs. Þetta tvennt virðist haldast í hendur. Slæmar samgöngur eru hindrun í uppbyggingu atvinnulífs, þar með fjölgar ekki fólki eins mikið og vonir standa til og þá er mögulega erfiðara fyrir ráðamenn að réttlæta dýrar framkvæmdir sem bæta ástandið. Auðvitað hafa framfaraskref verið tekin og samgöngur batnað undanfarna áratugi og er til dæmis búist við að Dýrafjarðargöng opni árið 2020. Vestfirðingum finnst þetta hins vegar hafa gengið of hægt og benda á að slæmar samgöngur komi til að mynda mikið niður á ferðaþjónustunni, sem er mun minni í þessum landsfjórðungi en þekkist annars staðar.Frá Hrafnseyrarheiði.Vísir/EgillGöngin góð Vestfirðingar sögðu frá góðri reynslu af samgöngubótum á borð við Vestfjarðagöng og Bolungarvíkurgöng. Gárungarnir sögðu til að mynda í fyrstu að Bolungarvíkurgöng væru einungis gerð svo Bolvíkingar kæmust frá Bolungarvík. Raunin varð hins vegar önnur, jákvæð þróun hefur orðið á byggðinni og eru nærsveitungar mun duglegri að sækja þjónustu í Víkina og er sundlaugin til að mynda þar í bæ orðin vinsæl á meðal Ísfirðinga á morgnanna. Almennt voru flestir sammála um hvað þarf að gera, en kannski ekki hvernig. Eitt er víst að allir höfðu hag svæðisins fyrir brjósti sama hvaða málefni var rætt.Landsmenn ganga til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Vísir kemur við víða um land í aðdraganda kosninganna. Á morgun verður púlsinn tekinn á Akureyri.
Holóttar götur, atvinnuskortur kvenna og hækkun fasteignaverðs í huga Skagamanna Þó Skagamenn séu heilt yfir frekar afslappaðir fyrir kosningarnar eru nokkur málefni sem krauma undir yfirborðinu. 7. maí 2018 08:45
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
"Um leið og það kemur hálka þá fer ég ekki yfir“ Blaðamaður Vísis kom víða við á þriggja daga ferð sinni um Austurland í lok apríl síðastliðnum og ræddi við fjölda fólks um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 8. maí 2018 10:00
Ósýnilegir frambjóðendur, au pair-sprengja og læknaskortur Blaðamaður Vísis kom víða við í heimsókn sinni á Reykjanes á dögunum og ræddi við íbúana um helstu málin í aðdraganda sveitastjórnarkosninga. 9. maí 2018 14:00