Harpa á betra skilið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 12. maí 2018 09:15 Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Tónlistarhúsið Harpa er guðsgjöf fyrir íslenska menningu. Loksins eignuðumst við hús sem veitir menningarviðburðum tilhlýðilega umgjörð. Allar dýrar framkvæmdir orka tvímælis þegar farið er af stað, en þegar vel tekst til, eins og í tilviki Hörpu, þá verða umdeildar framkvæmdir að þjóðargersemi. En velvild er hægt að missa úr greipunum á einni nóttu. Þar hefur núverandi yfirstjórn Hörpu náð undraverðum árangri. Nánast öll tíðindi er varða rekstur hússins birtast með neikvæðum formerkjum. Nýverið var tilkynnt að Harpa hefði verið rekin með ríflega 240 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samanlagt tap rekstrarfélags Hörpu frá 2011 nemur rúmum þremur milljörðum króna, því til viðbótar hafa ríki og Reykjavíkurborg lagt 8,2 milljarða til hússins. Auðvitað er viðbúið að menningarstarfsemi þurfi að einhverju leyti að niðurgreiða, en áætlanir um rekstur hússins virðast líka hafa verið óraunhæfar. Það er ósanngjarnt að ætla núverandi stjórnendum að axla einir ábyrgð. Hvað sem því líður er það verkefni stjórnenda að útbúa raunhæfar áætlanir um reksturinn. Þar þarf raunsæi til, ekki óskhyggju. Frammistaða stjórnar og stjórnenda Hörpu í umræðunni á liðnum misserum gefur ekki tilefni til tiltrúar á að þau valdi starfinu. Í vetur bárust fregnir af furðulegri fjármálastjórn í tengslum við tónleika Sigur Rósar í Hörpu. Niðurstaðan varð milljóna tjón fyrir Hörpu og Sigur Rós. Tilraunir forsvarsmanna til skýringa á málinu voru fálmkenndar svo ekki sé meira sagt. Að mörgum hefur væntanlega læðst sá grunur að vinnubrögð sem þessi fengju varla að viðgangast í einkageiranum afleiðingalaust. Umræðan um launakjör forstjórans eru svo sérkapítuli. Aftur hafa viðbrögðin verið með eindæmum fálmkennd og misvísandi. Upplifun starfsmanna hússins var greinilega sú sama. Svo fór að 22 þjónustufulltrúar gengu út. Þá kvað stjórnarformaður Hörpu sér hljóðs og sagði fréttir af málinu „falsfréttir“ og „rangar“ fréttir. Viðbrögð stjórnarformannsins eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að taka á fjölmiðlaumræðu. Hann kaus að skjóta sendiboðann í stað þess að líta í eigin barm. Fjölmiðlar gera ekki annað en að spegla samfélagið, og reyna að hafa rétt eftir gögnum og heimildum. Stjórnarformaðurinn gat engin dæmi nefnt um rangfærslur fjölmiðla máli sínu til stuðnings. Með því vóg hann að starfsheiðri þeirra fjölmiðlamanna og fjölmiðla sem í hlut áttu. Fréttir af rekstri Hörpu undanfarið benda því miður til þess að það sé regla fremur en undantekning að stjórnendum séu mislagðar hendur. Nær væri að fram færi almennileg greining á stjórnarháttum félagsins frekar en að halda áfram skotárásum á sendiboðann. Batnandi fólki er best að lifa, en til að bót verði á þarf fyrst að viðurkenna vandann. Harpa á betra skilið.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar