Oddvitaáskorunin: Sprautaði laxerolíu í appelsínu dönskukennarans Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 11:00 Sigrún og meðframbjóðendur hennar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigrún H. Pálsdóttir leiðir lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og leiðsögumaður, leiðir lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Öflugt aðhald og vönduð málefnavinna hefur einkennt starf Sigrúnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og ljóst að þörf er á því áfram. Íbúahreyfingin og Píratar munu vinna saman að velferð allra Mosfellinga af heiðarleika og festu. Gegnsæi og greiður aðgangur kjörinna fulltrúa og íbúa að stjórnsýslunni, íbúaþátttaka og heilbrigð stjórnmálamenning eru málefni sem henni eru hugleikin. Í fræðslu- og skólamálum vill Sigrún bæta starfsumhverfi kennara og nemanda í leik- og grunnskólum og tónlistarskólanum og telur að heildræn samvinna á milli fagaðila í málefnum barna sé nauðsynleg. Hún telur að í Mosfellsbæ séu fjölmörg sóknarfæri á sviði félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skipulagsvinnu, íþrótta-, útivistar- og umhverfismála en eitt brýnasta verkefni okkar í Mosfellsbæ er þó að aflétta neyðarástandi í húsnæðismálum ungs fólks og efnaminni. „Ég sækist eftir umboði kjósenda til að beita mér áfram af fullum krafti fyrir velferð Mosfellinga, nú með liðsstyrk Pírata. Kjósendur vita að hverju þeir ganga með því að kjósa Í-listann.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxnar gígaraðir og hraunbreiður Skaftárhrepps.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Eyrarbakka.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúnaskip frá Reykjabúinu með hátíðarsósu, waldorfsalati og öðru gómsæti.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Heilsteikt önd með fyllingu og appelsínusósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Dancing Queen með ABBA.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var að þjóna til borðs hjá Rotary klúbbnum á Egilsstöðum og skvetti óvart heitri súpu í klofið á gesti fundarins.Draumaferðalagið? Frakkland.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Sprautaði laxerolíu í appelsínu dönskukennarans í 7. bekk.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Cowboy-myndir með Clint Eastwood.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Meril StreepÍ hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég gæti hugsað mér að tilheyra Starksættinni. Hún er samfélagslega sinnuð.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie.Uppáhalds bókin? Njála.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Franskt kampavín.Uppáhalds þynnkumatur? Fiskisúpa.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Já.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Heroes.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Bjöllulausir kettir á varptíma.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Birkir Bjarnason því hann er svo mikill hlaupagikkur.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected]. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigrún H. Pálsdóttir leiðir lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi og leiðsögumaður, leiðir lista Íbúahreyfingarinnar og Pírata í komandi sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Öflugt aðhald og vönduð málefnavinna hefur einkennt starf Sigrúnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og ljóst að þörf er á því áfram. Íbúahreyfingin og Píratar munu vinna saman að velferð allra Mosfellinga af heiðarleika og festu. Gegnsæi og greiður aðgangur kjörinna fulltrúa og íbúa að stjórnsýslunni, íbúaþátttaka og heilbrigð stjórnmálamenning eru málefni sem henni eru hugleikin. Í fræðslu- og skólamálum vill Sigrún bæta starfsumhverfi kennara og nemanda í leik- og grunnskólum og tónlistarskólanum og telur að heildræn samvinna á milli fagaðila í málefnum barna sé nauðsynleg. Hún telur að í Mosfellsbæ séu fjölmörg sóknarfæri á sviði félagsþjónustu, menningarstarfsemi, skipulagsvinnu, íþrótta-, útivistar- og umhverfismála en eitt brýnasta verkefni okkar í Mosfellsbæ er þó að aflétta neyðarástandi í húsnæðismálum ungs fólks og efnaminni. „Ég sækist eftir umboði kjósenda til að beita mér áfram af fullum krafti fyrir velferð Mosfellinga, nú með liðsstyrk Pírata. Kjósendur vita að hverju þeir ganga með því að kjósa Í-listann.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxnar gígaraðir og hraunbreiður Skaftárhrepps.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Eyrarbakka.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kalkúnaskip frá Reykjabúinu með hátíðarsósu, waldorfsalati og öðru gómsæti.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Heilsteikt önd með fyllingu og appelsínusósu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Dancing Queen með ABBA.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég var að þjóna til borðs hjá Rotary klúbbnum á Egilsstöðum og skvetti óvart heitri súpu í klofið á gesti fundarins.Draumaferðalagið? Frakkland.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Sprautaði laxerolíu í appelsínu dönskukennarans í 7. bekk.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Cowboy-myndir með Clint Eastwood.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Meril StreepÍ hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég gæti hugsað mér að tilheyra Starksættinni. Hún er samfélagslega sinnuð.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já.Uppáhalds tónlistarmaður? David Bowie.Uppáhalds bókin? Njála.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Franskt kampavín.Uppáhalds þynnkumatur? Fiskisúpa.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Já.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Heroes.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Bjöllulausir kettir á varptíma.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Birkir Bjarnason því hann er svo mikill hlaupagikkur.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected].
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Sjá meira