Oddvitaáskorunin: Hélt að ráðherra væri kórstjóri eða skemmtikraftur Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 13:00 Þórdís Lóa og aðrir í Viðreisn. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er af þingeysku og sunnlensku bergi brotin. Hún er alin upp í Breiðholti, býr í Árbæ og sinnir skógrækt í Suður-Þingeyjarsýslu á sumrin. Segja má að hún sé blanda af uppátækjasömum Breiðhyltingi, montnum Þingeyingi og söngelskum Árnesingi. Hún lauk stúdentsprófi frá FB og fór sem skiptinemi til Ekvador. Þórdís Lóa lærði sjónvarpsframleiðslu í New Orleans, tók BA próf í félagsfræði og framhaldsnám í félagsráðgjöf, auk MBA gráðu frá HR. Þórdís Lóa starfaði hjá Reykjavíkurborg, sem yfirmaður öldrunarþjónustu 1997-2000 og sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs velferðarmála borgarinnar 2000-2005. Einnig var hún kennari við HÍ auk þess að sitja í fjölmörgum ráðum og nefndum vegum borgarstjórnar og ráðuneyta. Á árunum 2005-2015 var Þórdís Lóa eigandi og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi og seinna forstjóri Gray Line. Þórdis Lóa hefur verið ötull talsmaður mikilvægi þess að stjórnir og fjölmiðlar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins en hugsjónir hennar snúa ekki síst að því að sem flestir hafi áhrif á samfélagið. Þórdís Lóa var formaður FKA 2013-2017 auk þess að gegna stjórnarformennsku í Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu um árabil. Áralöng reynsla og sterk hugsjón hafa gert Þórdísi Lóu að öflugum leiðtoga sem leggur áherslu á samvinnu, hlustun og að leiða ólíka hópa að sameiginlegri lausn.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Elliðaárdalurinn er fallegasti staðurinn í Reykjavík en á Íslandi er það Mælifells sandur og allt svæði norðan við Mýrdalsjökul er ægifagurt. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag). Ef það væri ekki Reykjavík þá væri það í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, þar sem fjölskyldan á gamlan bæ. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Silungur sem ég veiði sjálf, með heimaræktuðum kartöflum og salvíu smjöri. Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er mjög góð að elda villibráð sem ég veiði sjálf.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Sweet Caroline með Neil Dimond.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það var þegar ég var unglingur að ferðast á puttanum yfir Hellisheiði þegar tveir menn taka okkur uppí. Maðurinn sem var ekki að keyra var mjög kunnulegur og mér fannst ég þekkja hann, svo ég spurði hvort hann væri kórstjóri Árnesingakórsins í Reykjavík (móðir mín var formaður kórsins og því fannst mér ég þekkja hann). Hann svaraði því neitandi og ég hélt áfram og spurði hvort hann væri skemmtikraftur og hann svaraði því að það mætti svosum kalla hann það. Eftir dágóða stund og mikið spjall við þennan skemmtilega mann ákváðu þeir að keyra mig alveg heim að dyrum í Breiðholtinu því þeim fannst við svo skemmtilegar stelpur. Þegar heim var komið þá endanlega spurði ég manninn hver hann væri og þá var þetta Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra. Mamma var alveg miður sín að ég hefði spurt menntamálaráðherra hvort hann væri kórstjóri Árnesinga kórsins.Draumaferðalagið? Mig langar í ferðalag um Alaska. Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var þegar öll fjölskyldan plataði mig á 50 ára afmælinu mínu til þess að maðurinn minn gæti komið afmælisgjöfinni minn fyrir í garðinum. Ég var til tómra vandræða og skyldi ekkert í því hvað öll fjölskyldan var að stjórnast í mér. En ég skyldi það þegar ég kom heim og maðurinn minn var búin að koma Sauna tunnu fyrir í garðinum. Hundar eða kettir? Alltaf hundar. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Lord of the rings maraþon.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jennifer Lopes, just Lóa from the block :) Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Baratheon, vegna þess að það er mikið baráttufólk og svo ekki sé minnst á að það er kóngafólk. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei. Uppáhalds tónlistarmaður? Hera Björk, litla systir.Þórdís Lóa í réttum.Uppáhalds bókin? Lord of the Rings.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískalt hvítvín. Uppáhalds þynnkumatur? Hlölli. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Hvorugt, fer á fjöll eða í veiði, skíði eða gönguferðir. Hefur þú pissað í sundlaug? Nei. Hvaða lag kemur þér í gírinn? No Roots, með Alice MertonEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já að borgin skulu ekki vera komin lengra í rafrænni þjónustu. Á að banna flugelda? Nei, helst ekki. Verðum bara að finna umhverfisvænni flugelda. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Margrét Lára, því hún er jaxl og baráttu brjálæðingur eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected]. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er af þingeysku og sunnlensku bergi brotin. Hún er alin upp í Breiðholti, býr í Árbæ og sinnir skógrækt í Suður-Þingeyjarsýslu á sumrin. Segja má að hún sé blanda af uppátækjasömum Breiðhyltingi, montnum Þingeyingi og söngelskum Árnesingi. Hún lauk stúdentsprófi frá FB og fór sem skiptinemi til Ekvador. Þórdís Lóa lærði sjónvarpsframleiðslu í New Orleans, tók BA próf í félagsfræði og framhaldsnám í félagsráðgjöf, auk MBA gráðu frá HR. Þórdís Lóa starfaði hjá Reykjavíkurborg, sem yfirmaður öldrunarþjónustu 1997-2000 og sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs velferðarmála borgarinnar 2000-2005. Einnig var hún kennari við HÍ auk þess að sitja í fjölmörgum ráðum og nefndum vegum borgarstjórnar og ráðuneyta. Á árunum 2005-2015 var Þórdís Lóa eigandi og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi og seinna forstjóri Gray Line. Þórdis Lóa hefur verið ötull talsmaður mikilvægi þess að stjórnir og fjölmiðlar endurspegli fjölbreytileika mannlífsins en hugsjónir hennar snúa ekki síst að því að sem flestir hafi áhrif á samfélagið. Þórdís Lóa var formaður FKA 2013-2017 auk þess að gegna stjórnarformennsku í Finnsk-íslenska viðskiptaráðinu um árabil. Áralöng reynsla og sterk hugsjón hafa gert Þórdísi Lóu að öflugum leiðtoga sem leggur áherslu á samvinnu, hlustun og að leiða ólíka hópa að sameiginlegri lausn.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Elliðaárdalurinn er fallegasti staðurinn í Reykjavík en á Íslandi er það Mælifells sandur og allt svæði norðan við Mýrdalsjökul er ægifagurt. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag). Ef það væri ekki Reykjavík þá væri það í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu, þar sem fjölskyldan á gamlan bæ. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Silungur sem ég veiði sjálf, með heimaræktuðum kartöflum og salvíu smjöri. Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er mjög góð að elda villibráð sem ég veiði sjálf.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Sweet Caroline með Neil Dimond.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það var þegar ég var unglingur að ferðast á puttanum yfir Hellisheiði þegar tveir menn taka okkur uppí. Maðurinn sem var ekki að keyra var mjög kunnulegur og mér fannst ég þekkja hann, svo ég spurði hvort hann væri kórstjóri Árnesingakórsins í Reykjavík (móðir mín var formaður kórsins og því fannst mér ég þekkja hann). Hann svaraði því neitandi og ég hélt áfram og spurði hvort hann væri skemmtikraftur og hann svaraði því að það mætti svosum kalla hann það. Eftir dágóða stund og mikið spjall við þennan skemmtilega mann ákváðu þeir að keyra mig alveg heim að dyrum í Breiðholtinu því þeim fannst við svo skemmtilegar stelpur. Þegar heim var komið þá endanlega spurði ég manninn hver hann væri og þá var þetta Svavar Gestsson, þáverandi menntamálaráðherra. Mamma var alveg miður sín að ég hefði spurt menntamálaráðherra hvort hann væri kórstjóri Árnesinga kórsins.Draumaferðalagið? Mig langar í ferðalag um Alaska. Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var þegar öll fjölskyldan plataði mig á 50 ára afmælinu mínu til þess að maðurinn minn gæti komið afmælisgjöfinni minn fyrir í garðinum. Ég var til tómra vandræða og skyldi ekkert í því hvað öll fjölskyldan var að stjórnast í mér. En ég skyldi það þegar ég kom heim og maðurinn minn var búin að koma Sauna tunnu fyrir í garðinum. Hundar eða kettir? Alltaf hundar. Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Lord of the rings maraþon.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Jennifer Lopes, just Lóa from the block :) Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Baratheon, vegna þess að það er mikið baráttufólk og svo ekki sé minnst á að það er kóngafólk. Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Nei. Uppáhalds tónlistarmaður? Hera Björk, litla systir.Þórdís Lóa í réttum.Uppáhalds bókin? Lord of the Rings.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Ískalt hvítvín. Uppáhalds þynnkumatur? Hlölli. Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Hvorugt, fer á fjöll eða í veiði, skíði eða gönguferðir. Hefur þú pissað í sundlaug? Nei. Hvaða lag kemur þér í gírinn? No Roots, með Alice MertonEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já að borgin skulu ekki vera komin lengra í rafrænni þjónustu. Á að banna flugelda? Nei, helst ekki. Verðum bara að finna umhverfisvænni flugelda. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Margrét Lára, því hún er jaxl og baráttu brjálæðingur eins og ég.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected].
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira