„Náttúruleg fegurð hennar fékk að skína í gegn” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. maí 2018 13:30 Rannveig Hafsteinsdóttir lífsstílsbloggari segir að konunglega brúðkaupið á laugardag hafi verið fullkomið! Samsett/Getty/Rannveig Margar milljónir fylgdust með því þegar leikkonan Meghan Markle giftist Harry prins á laugardag. Rannveig Hafsteinsdóttir lífsstílsbloggari á Belle.is og starfandi markaðstjóri fyrir Kilroy var ein þeirra sem fylgdist í eftirvæntingu með konunglega brúðkaupinu og fengum við hana til þess að fara yfir athöfnina og „lúkkið“ hjá brúðinni. „Ó já ég horfði svo sannarlega á brúðkaupið og ég fór ekki leynt með það hversu spennt ég var. Vinnufélögum mínum og fjölskyldu fannst allavega nokkuð fyndið hversu spennt ég var en ég er alveg viss um að hefði ég verið búsett heima þá hefði ég skellt í eitt heljarinnar hattapartí og horft á brúðkaupið með mínum nánustu. Ég gekk meira að segja svo langt að fylgja konungsfjölskyldunni á Instagram, svo spennt var ég,“ segir Rannveig en hún er búsett í Kaupmannahöfn.Vísir/GettyGeislaði þegar hún steig út „Brúðkaupið var óhefðbundnara en ég hefði gert mér grun um en ég elskaði það. Þegar að kórinn söng Stand By Me þá skal ég alveg viðurkenna það að ég felldi nokkur tár. Brúðkaup eru bara svo ótrúlega falleg og mér fannst yndislegt að sjá brúðhjónin leiðast nánast allt brúðkaupið og styðja hvort annað, enda engin smá pressa á þeim að gifta sig svona fyrir framan alheiminn þar sem fólk vaknaði bókstaflega um miðja nótt í ýmsum heimshornum til að horfa á þau.“ Það fyrsta sem náði athygli Rannveigar þegar hertogaynjan steig út úr bílnum var brúðarkjóllinn. „Meghan er alveg stórglæsileg og hörkudugleg kona og hún geislaði alveg þegar hún steig út úr bílnum og labbaði ein upp tröppurnar sem sýndi svo sannarlega að hún er með bein í nefinu. Það kom mér verulega á óvart hversu stílhreinn kjóllinn var. Eina blúndan sem var sjáanleg var í brúðarslörinu en blómin í því táknuðu breska samveldið en það var leið Meghan til að sýna þakklæti sitt fyrir að fá að vinna fyrir bresku þjóðina. Kjóllinn var svo laus við allt glingur svo kórónan á höfði hetogaynjunnar skein sínu skærasta en ég held að það flottasta við kjólinn að mínu mati var hálsmálið sem var fullkomlega sniðið og fágað.“Vísir/GettyFullkomið í alla staði Hertogaynjan var náttúrulega förðuð með afslappaða hárgreiðslu og í kjól sem hannaður var af breska hönnnuðinum Clare Waight Keller, listrænum stjórnanda franska tískuhússins Givenchy. „Heildarlúkkið endurspeglaði stíl Meghan alveg fullkomlega og þegar ég hugsa um það þá er ég glöð hversu stílhreint lúkkið hennar var og þá sérstaklega kjóllinn. Hann mun ekki falla í fjölda blúnduóðra konunglegra brúðarkjóla heldur stendur hann einn og sér.“ Aðspurð hvort eitthvað hafi komið á óvart svarar Rannveig: „Eins og ég nefndi hér áður þá kom það mér verulega á óvart hversu stílhreinn kjóllinn var og líka hversu óhefðbundið brúðkaupið var, allavega miðað við konunglegt brúðkaup. En það eru svo sannarlega breyttir tíma og brúðhjónin sjálf eru frekar nútímaleg svo fyrir þau þá var þetta alveg fullkomið í alla staði.”Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður.Vísir/GettyGlóandi húð og fallegar freknur Rannveig fjallar um það nýjasta í förðunarheiminum á síðunni sinni Belle.is og var því mjög spennt að sjá hvernig förðun Meghan hefði valið fyrir stóra daginn. „Mér fannst förðunin á Meghan æðisleg. Náttúruleg fegurð hennar fékk að skína í gegn en förðun hennar var það létt og náttúruleg að maður sá í glóandi húð og fallegar freknur þegar myndavélin var á brúðinni. Það er ekki sjón sem maður er vanur að sjá í förðunartrendum nú til dags þar sem þétt þekja ræður ríkjum. Bleikir tónar voru síðan í aðalhlutverki bæði á kinnum og vörum og þeir pössuðu fullkomlega við litarhaft Meghan. Brúðurin valdi síðan hefðbundna brúna smokey förðun sem dró fram brúna augnlitinn hennar en augnförðunina paraði hún saman við náttúruleg augnhár.“ Það var vinur Meghan og förðunarfræðingurinn hann Daniel Martin sem sá um förðun brúðarinnar. „Hann sér oft um förðun leikkonunnar Elisabeth Moss ásamt því að vinna sem Brand Ambassador fyrir Dior sem og litaráðgjafi hjá Honest Beauty sem er snyrtivörufyrirtæki leikkonunar Jessicu Alba. Opinberlega þá samkvæmt reglum hallarinnar má ekki deila hvaða vörum voru notaðar á brúðina en samkvæmt Harpers Bazaar og fleiri kunningjum Daniel á Instagram var mikið um Dior vörur og Honest Beauty vörur á andliti brúðarinna.“Vísir/GettyFörðun Meghan MarkleFarði: Dior Backstage Face and Body Foundation (Kemur 15.júní í Sephora). Varir: Dior Lip Glow í litnum Coral Glow og Honest Beauty Truly Kissable Lip Crayon í litnum Sheer Chestnut Kiss. Skygging: Dior Backstage Contour Palette (Kemur 15.júní í Sephora).Kinnalitur: Honest Beauty Creme Blus í litnum Truly Exciting. Maskari: Dior Diorshow Iconic Mascara og Honest Beauty Truly Lush Mascara. Eyeliner: Dior Diorshow On Stage Liner í litnum Matte Black. Augnskuggar: Dior Backstage Eye Palette í litnum Warm Neutrals (Kemur 15.júní í Sephora).Vörurnar sem botaðar voru í förðun Meghan.SamsettUppáhalds naglalakk drottningarinnar Hárgreiðsla Meghan var mjög afslöppuð en hún valdi að vera með „messy bun“ hársnúð. Serge Normant sá um að greiða henni og tók það um 45 mínútur. Meghan kynntist Normant í gegnum vinkonu sína, Amal Clooney. „Mér fannst hún æði og svolítið táknræn fyrir hversu nútímaleg brúðhjónin voru. Fólki finnst ég kannski vera að kafa óttalega djúpt í hlutina en greiðslan var laus í sér og nýtískuleg í staðin fyrir strekktan snúð sem er sleikt aftur og töluvert stífari. Það má líka nefna að mágkona Meghan, hún Kate Middleton var með hárið slegið þegar hún gifti sig sem er einnig frekar nýtískulegt fyrir kóngafólk.“ Á nöglunum var Meghan með fölbleikan og fallegan lit sem passaði vel við förðunina og hárgreiðsluna. getting wedding-ready in a perfect #balletslippers mani! photo: @essie_envy #royalwedding A post shared by essie (@essie) on May 18, 2018 at 11:00pm PDT„Það er hávær orðrómur uppi um það að hertogaynjan hafi lakkað sig með uppáhalds lakki drottningarinnar en það er liturinn Ballet Slippers frá Essie. Það er æðislega fallegt ljósbleikt lakk sem hentar vel sem brúðarlakk en drottningin sjálf hefur notast við lakkið í nánast þrjá áratugi. Ef það eru ekki góð meðmæli þá veit ég ekki hvað,“ segir Rannveig. Vísir/GettyFallegt að nota hring Díönu Meghan skipti um kjól fyrir seinni brúðkaupsveisluna sína, sem fór fram um kvöldið. Í þeirri veislu voru aðeins 200 nánir vinir og aðstandendur brúðhjónanna. Rannveigu fannst seinna „lúkkið“ jafn stórglæsilegt og það sem varð fyrir valinu fyrir athöfnina sjálfa. „Kjóllinn frá Stella Mccartney var aftur stílhreinn og passaði vel fyrir kvöldið þar sem hann var meðhöndlanlegur svo brúðhjónin gætu dansað saman. Sagan segir að fyrsti dans þeirra hjóna hafi verið við lag Whitney Huston, I wanna dance with somebody, og kjóllinn hefur eflaust sómað sig vel úti á dansgólfinu. Hárið var látlaust sem og förðunin en mér sýndist þó smokey augnförðunin hafa verið ýkt aðeins fyrir kvöldið, eðlilega. Einnig bar hertogaynjan æðislegan fagburbláan hring úr skartgripasafni Díönu prinsessu sem mér fannst vera ofboðslega fallegt, bæði hringurinn og merking hans en hringurinn var einn af uppáhalds hringum Díönu og á þessu kvöldi var hann „Meghan’s something blue.““Hertogahjónin af Sussex. Hringurinn er hér greinilegur á fingri Meghan Markle.Vísir/GettyÁhugasamir geta fylgst með Rannveigu á bloggsíðunni Belle.is og einnig heldur hún úti gullfallegri Instagram. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Breska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. 21. maí 2018 09:29 Birtu opinberar brúðkaupsmyndir hertogahjónanna af Sussex Ljósmyndarinn Alexi Lubomirski tók myndirnar en tvær þeirra eru teknar inni í grænu viðhafnarstofunni í Windsor-kastala að athöfn lokinni á laugardag. 21. maí 2018 14:10 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Margar milljónir fylgdust með því þegar leikkonan Meghan Markle giftist Harry prins á laugardag. Rannveig Hafsteinsdóttir lífsstílsbloggari á Belle.is og starfandi markaðstjóri fyrir Kilroy var ein þeirra sem fylgdist í eftirvæntingu með konunglega brúðkaupinu og fengum við hana til þess að fara yfir athöfnina og „lúkkið“ hjá brúðinni. „Ó já ég horfði svo sannarlega á brúðkaupið og ég fór ekki leynt með það hversu spennt ég var. Vinnufélögum mínum og fjölskyldu fannst allavega nokkuð fyndið hversu spennt ég var en ég er alveg viss um að hefði ég verið búsett heima þá hefði ég skellt í eitt heljarinnar hattapartí og horft á brúðkaupið með mínum nánustu. Ég gekk meira að segja svo langt að fylgja konungsfjölskyldunni á Instagram, svo spennt var ég,“ segir Rannveig en hún er búsett í Kaupmannahöfn.Vísir/GettyGeislaði þegar hún steig út „Brúðkaupið var óhefðbundnara en ég hefði gert mér grun um en ég elskaði það. Þegar að kórinn söng Stand By Me þá skal ég alveg viðurkenna það að ég felldi nokkur tár. Brúðkaup eru bara svo ótrúlega falleg og mér fannst yndislegt að sjá brúðhjónin leiðast nánast allt brúðkaupið og styðja hvort annað, enda engin smá pressa á þeim að gifta sig svona fyrir framan alheiminn þar sem fólk vaknaði bókstaflega um miðja nótt í ýmsum heimshornum til að horfa á þau.“ Það fyrsta sem náði athygli Rannveigar þegar hertogaynjan steig út úr bílnum var brúðarkjóllinn. „Meghan er alveg stórglæsileg og hörkudugleg kona og hún geislaði alveg þegar hún steig út úr bílnum og labbaði ein upp tröppurnar sem sýndi svo sannarlega að hún er með bein í nefinu. Það kom mér verulega á óvart hversu stílhreinn kjóllinn var. Eina blúndan sem var sjáanleg var í brúðarslörinu en blómin í því táknuðu breska samveldið en það var leið Meghan til að sýna þakklæti sitt fyrir að fá að vinna fyrir bresku þjóðina. Kjóllinn var svo laus við allt glingur svo kórónan á höfði hetogaynjunnar skein sínu skærasta en ég held að það flottasta við kjólinn að mínu mati var hálsmálið sem var fullkomlega sniðið og fágað.“Vísir/GettyFullkomið í alla staði Hertogaynjan var náttúrulega förðuð með afslappaða hárgreiðslu og í kjól sem hannaður var af breska hönnnuðinum Clare Waight Keller, listrænum stjórnanda franska tískuhússins Givenchy. „Heildarlúkkið endurspeglaði stíl Meghan alveg fullkomlega og þegar ég hugsa um það þá er ég glöð hversu stílhreint lúkkið hennar var og þá sérstaklega kjóllinn. Hann mun ekki falla í fjölda blúnduóðra konunglegra brúðarkjóla heldur stendur hann einn og sér.“ Aðspurð hvort eitthvað hafi komið á óvart svarar Rannveig: „Eins og ég nefndi hér áður þá kom það mér verulega á óvart hversu stílhreinn kjóllinn var og líka hversu óhefðbundið brúðkaupið var, allavega miðað við konunglegt brúðkaup. En það eru svo sannarlega breyttir tíma og brúðhjónin sjálf eru frekar nútímaleg svo fyrir þau þá var þetta alveg fullkomið í alla staði.”Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður.Vísir/GettyGlóandi húð og fallegar freknur Rannveig fjallar um það nýjasta í förðunarheiminum á síðunni sinni Belle.is og var því mjög spennt að sjá hvernig förðun Meghan hefði valið fyrir stóra daginn. „Mér fannst förðunin á Meghan æðisleg. Náttúruleg fegurð hennar fékk að skína í gegn en förðun hennar var það létt og náttúruleg að maður sá í glóandi húð og fallegar freknur þegar myndavélin var á brúðinni. Það er ekki sjón sem maður er vanur að sjá í förðunartrendum nú til dags þar sem þétt þekja ræður ríkjum. Bleikir tónar voru síðan í aðalhlutverki bæði á kinnum og vörum og þeir pössuðu fullkomlega við litarhaft Meghan. Brúðurin valdi síðan hefðbundna brúna smokey förðun sem dró fram brúna augnlitinn hennar en augnförðunina paraði hún saman við náttúruleg augnhár.“ Það var vinur Meghan og förðunarfræðingurinn hann Daniel Martin sem sá um förðun brúðarinnar. „Hann sér oft um förðun leikkonunnar Elisabeth Moss ásamt því að vinna sem Brand Ambassador fyrir Dior sem og litaráðgjafi hjá Honest Beauty sem er snyrtivörufyrirtæki leikkonunar Jessicu Alba. Opinberlega þá samkvæmt reglum hallarinnar má ekki deila hvaða vörum voru notaðar á brúðina en samkvæmt Harpers Bazaar og fleiri kunningjum Daniel á Instagram var mikið um Dior vörur og Honest Beauty vörur á andliti brúðarinna.“Vísir/GettyFörðun Meghan MarkleFarði: Dior Backstage Face and Body Foundation (Kemur 15.júní í Sephora). Varir: Dior Lip Glow í litnum Coral Glow og Honest Beauty Truly Kissable Lip Crayon í litnum Sheer Chestnut Kiss. Skygging: Dior Backstage Contour Palette (Kemur 15.júní í Sephora).Kinnalitur: Honest Beauty Creme Blus í litnum Truly Exciting. Maskari: Dior Diorshow Iconic Mascara og Honest Beauty Truly Lush Mascara. Eyeliner: Dior Diorshow On Stage Liner í litnum Matte Black. Augnskuggar: Dior Backstage Eye Palette í litnum Warm Neutrals (Kemur 15.júní í Sephora).Vörurnar sem botaðar voru í förðun Meghan.SamsettUppáhalds naglalakk drottningarinnar Hárgreiðsla Meghan var mjög afslöppuð en hún valdi að vera með „messy bun“ hársnúð. Serge Normant sá um að greiða henni og tók það um 45 mínútur. Meghan kynntist Normant í gegnum vinkonu sína, Amal Clooney. „Mér fannst hún æði og svolítið táknræn fyrir hversu nútímaleg brúðhjónin voru. Fólki finnst ég kannski vera að kafa óttalega djúpt í hlutina en greiðslan var laus í sér og nýtískuleg í staðin fyrir strekktan snúð sem er sleikt aftur og töluvert stífari. Það má líka nefna að mágkona Meghan, hún Kate Middleton var með hárið slegið þegar hún gifti sig sem er einnig frekar nýtískulegt fyrir kóngafólk.“ Á nöglunum var Meghan með fölbleikan og fallegan lit sem passaði vel við förðunina og hárgreiðsluna. getting wedding-ready in a perfect #balletslippers mani! photo: @essie_envy #royalwedding A post shared by essie (@essie) on May 18, 2018 at 11:00pm PDT„Það er hávær orðrómur uppi um það að hertogaynjan hafi lakkað sig með uppáhalds lakki drottningarinnar en það er liturinn Ballet Slippers frá Essie. Það er æðislega fallegt ljósbleikt lakk sem hentar vel sem brúðarlakk en drottningin sjálf hefur notast við lakkið í nánast þrjá áratugi. Ef það eru ekki góð meðmæli þá veit ég ekki hvað,“ segir Rannveig. Vísir/GettyFallegt að nota hring Díönu Meghan skipti um kjól fyrir seinni brúðkaupsveisluna sína, sem fór fram um kvöldið. Í þeirri veislu voru aðeins 200 nánir vinir og aðstandendur brúðhjónanna. Rannveigu fannst seinna „lúkkið“ jafn stórglæsilegt og það sem varð fyrir valinu fyrir athöfnina sjálfa. „Kjóllinn frá Stella Mccartney var aftur stílhreinn og passaði vel fyrir kvöldið þar sem hann var meðhöndlanlegur svo brúðhjónin gætu dansað saman. Sagan segir að fyrsti dans þeirra hjóna hafi verið við lag Whitney Huston, I wanna dance with somebody, og kjóllinn hefur eflaust sómað sig vel úti á dansgólfinu. Hárið var látlaust sem og förðunin en mér sýndist þó smokey augnförðunin hafa verið ýkt aðeins fyrir kvöldið, eðlilega. Einnig bar hertogaynjan æðislegan fagburbláan hring úr skartgripasafni Díönu prinsessu sem mér fannst vera ofboðslega fallegt, bæði hringurinn og merking hans en hringurinn var einn af uppáhalds hringum Díönu og á þessu kvöldi var hann „Meghan’s something blue.““Hertogahjónin af Sussex. Hringurinn er hér greinilegur á fingri Meghan Markle.Vísir/GettyÁhugasamir geta fylgst með Rannveigu á bloggsíðunni Belle.is og einnig heldur hún úti gullfallegri Instagram.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Breska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. 21. maí 2018 09:29 Birtu opinberar brúðkaupsmyndir hertogahjónanna af Sussex Ljósmyndarinn Alexi Lubomirski tók myndirnar en tvær þeirra eru teknar inni í grænu viðhafnarstofunni í Windsor-kastala að athöfn lokinni á laugardag. 21. maí 2018 14:10 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Breska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. 21. maí 2018 09:29
Birtu opinberar brúðkaupsmyndir hertogahjónanna af Sussex Ljósmyndarinn Alexi Lubomirski tók myndirnar en tvær þeirra eru teknar inni í grænu viðhafnarstofunni í Windsor-kastala að athöfn lokinni á laugardag. 21. maí 2018 14:10