Pepsimörkin: „Góðu liðin fá dómarann með sér“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. maí 2018 09:30 Íraninn Shahab Zahedi Tabar var í sviðsljósinu í leik Fylkis og ÍBV í fjórðu umferð Pepsi deildar karla. Hann var tekinn til umræðu í Pepsimörkunum um helgina. Skoðað var atvik þar sem Shahab virðist nota hendina til þess að blaka boltanum áfram inn fyrir varnarlínu Fylkis en svo braut Ari Leifsson á honum. Dómari leiksins Helgi Mikael Jónasson, dæmdi ekki neitt. „Ef hann notar öxlina þá átti að dæma á það, en ég vildi sjá Helga bara svara þessu,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna, en Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var í settinu hjá Pepsimörkunum. „Þetta gerist beint fyrir framan mig. Hann braut á honum, jú vissulega gerði hann það, en hinn náttúrulega tekur boltann inn fyrir með hendinni og þá á að dæma það. En er ekki yfirleitt talað um það að góðu liðin fái dómarann með sér?“ sagði Helgi kokhraustur og uppskar mikil hlátrasköll frá sérfræðingunum. Stjórnandi þáttarins, Hörður Magnússon, benti á að Shahab hafi ákveðið orð á sér sem hafi áhrif á dómara leiksins og aðra. „Ég er ósammála Helga varðandi það að þó hann hafi tekið hann inn með hendinni þá réttlætir það ekki að dæma ekki brot og rautt spjald þegar hann sleppur inn fyrir,“ sagði sérfræðingurinn Freyr Alexandersson. „Auðvitað var fyrst hendi en það var ekki dæmt á það. Ef þeir sáu brotið þegar hann er kominn inn fyrir sem allir sáu, þá er það bara brot og rautt.“ Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Íraninn Shahab Zahedi Tabar var í sviðsljósinu í leik Fylkis og ÍBV í fjórðu umferð Pepsi deildar karla. Hann var tekinn til umræðu í Pepsimörkunum um helgina. Skoðað var atvik þar sem Shahab virðist nota hendina til þess að blaka boltanum áfram inn fyrir varnarlínu Fylkis en svo braut Ari Leifsson á honum. Dómari leiksins Helgi Mikael Jónasson, dæmdi ekki neitt. „Ef hann notar öxlina þá átti að dæma á það, en ég vildi sjá Helga bara svara þessu,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna, en Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var í settinu hjá Pepsimörkunum. „Þetta gerist beint fyrir framan mig. Hann braut á honum, jú vissulega gerði hann það, en hinn náttúrulega tekur boltann inn fyrir með hendinni og þá á að dæma það. En er ekki yfirleitt talað um það að góðu liðin fái dómarann með sér?“ sagði Helgi kokhraustur og uppskar mikil hlátrasköll frá sérfræðingunum. Stjórnandi þáttarins, Hörður Magnússon, benti á að Shahab hafi ákveðið orð á sér sem hafi áhrif á dómara leiksins og aðra. „Ég er ósammála Helga varðandi það að þó hann hafi tekið hann inn með hendinni þá réttlætir það ekki að dæma ekki brot og rautt spjald þegar hann sleppur inn fyrir,“ sagði sérfræðingurinn Freyr Alexandersson. „Auðvitað var fyrst hendi en það var ekki dæmt á það. Ef þeir sáu brotið þegar hann er kominn inn fyrir sem allir sáu, þá er það bara brot og rautt.“ Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍBV 2-1 │Fylkir í 3. sætið Fylkismenn eru með sjö stig eftir fjórar umferðir. ÍBV er á botni deildarinnar og á enn eftir að sækja sinn fyrsta sigur. 17. maí 2018 21:00