Hvernig brugðust vinnustaðir við #metoo? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. júní 2018 07:00 BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu MeToo Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
BSRB og önnur heildarsamtök launafólks ásamt Kvenréttindafélagi Íslands buðu #metoo konum til fundar í vetur um næstu skref byltingarinnar. Niðurstaða fundarins fól í sér kröfur um aðgerðir atvinnurekenda, stjórnvalda, stéttarfélaga og einstaklinga. Háværasta krafan var sú að atvinnurekendur setji í forgang fyrirbyggjandi aðgerðir gegn kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi á vinnustöðum. Liður í því er að taka umræðuna á vinnustöðum, auka fræðslu, axla ábyrgð samkvæmt lögum með gerð áhættumats og skriflegrar áætlunar um forvarnir og grípa til sýnilegra aðgerða. Nýlega framkvæmdi Halla María Ólafsdóttir, MPM í verkefnastjórnun, rannsókn meðal 100 stærstu vinnustaða landsins til að kanna hvort #metoo umræðan hafi haft áhrif á vinnustaðamenningu þeirra. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að rúmlega fjórðungur af þessum stærstu vinnustöðum landsins hefur ekki framkvæmt áhættumat og 12 prósent hafa ekki unnið áætlun um forvarnir líkt og þeim er skylt að gera. Stjórnendur telja almennt að mikil áhersla sé lögð á jafnrétti kynjanna á þeirra vinnustöðum. Þrátt fyrir það hefur um helmingur þeirra enga jafnlaunastefnu og 12 prósent enga jafnréttisstefnu sem þeim ber að hafa samkvæmt lögum. Rétt innan við helmingur vinnustaðanna hefur brugðist við #metoo umræðunni með því að bjóða upp á fræðslu og mótað eða breytt verkferlum. Um þriðjungur þeirra hefur ekki gert neitt af því sem spurt var um, til dæmis haldið fund, staðið fyrir fræðslu, mótað eða breytt verkferlum eða stofnað nefnd. Hér á landi eru um 17 þúsund launagreiðendur. Rannsóknin tók eingöngu til þeirra 100 stærstu, sem flestir ef ekki allir hafa mannauðsstjóra að störfum og jafnvel mannauðsdeild. Eftir stendur spurningin hvernig aðrir íslenskir vinnustaðir hafa brugðist við #metoo umræðunni. Niðurstöður Höllu Maríu sýna hversu mikilvægt það er að hafa eftirlit með atvinnurekendum til að tryggja að öryggi starfsfólks og jafnrétti kynjanna verði stóreflt líkt og hefur verið skýr krafa #metoo kvenna. Einnig þarf að breyta lögum til að stuðla að því að atvinnurekendur framfylgi skyldum sínum þannig að það varði þá háum sektum ef þeir sinna ekki forvörnum og upprætingu kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og annars ofbeldis á vinnustöðum.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar