Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 23:23 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, feynir að höggva á hnútinn á Alþingi með tillögu um málsmeðferð veiðigjalda. vísir/sigtryggur ari Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. Tillagan þýðir að frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda fer ekki í gegnum þingið heldur verður lagt fram nýtt frumvarp sem kveður á um að óbreytt kerfi skuli framlengt tímabundið. Frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar hefur sett þingstörfin undanfarna daga í uppnám. Þinglok áttu að vera næstkomandi fimmtudag en ljóst er að þing mun starfa lengur. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann harðlega fyrir að koma seint fram með málið og að keyra hafi átt jafn pólitískt mál í gegnum þingið. Í samtali við Vísi kveðst Katrín ekkert vilja tjá sig um tillöguna sem hún lagði fram í dag um málsmeðferð veiðigjalda og segir að ekki sé komin lending í það hvernig þingstörfin verða fram að þinglokum. „Ég lagði fram ákveðna tillögu um málsmeðferð veiðigjalda en vildi áður en við tækjum afstöðu til þess fá heildarmynd á þinghaldið. Það er ekki komin lending í það en við hyggjumst funda áfram á morgun,“ segir Katrín. Hún segir að sér finnist allir hafa verið mjög lausnamiðaðir í dag og kveðst leyfa sér að vera bjartsýn á að það takist að semja um þinglok á morgun. Mörg stór mál bíða afgreiðslu þingsins, til að mynda frumvarp um nýja persónuverndarlöggjöf og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Boðuð lækkun ekki líkleg til að breyta miklu fyrir minni sjávarútvegsfyrirtæki Fyrirhuguð lækkun veiðigjalda fer að mestu til stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á rekstrarstöðu minni útgerða að sögn hagfræðings. Hann segir fjárfestingar og arðgreiðslur í greininni þó ekki óeðlilegar, jafnvel þegar illa árar. 5. júní 2018 20:00