Segir stjórnmálamenn eiga að takast á um hluti á uppbyggilegan hátt Sylvía Hall skrifar 4. júní 2018 20:44 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir ríkisstjórnina vera svar við ákalli þjóðarinnar um pólitískan stöðugleika. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.” Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir ríkisstjórnarsamstarfið vera svar við ákalli almennings um starfhæfa ríkisstjórn. Hún segir gott starf fara fram í nefndum þingsins en ekki takist alltaf vel til og henni þykir miður að frumvarp um veiðigjöld hafi verið afgreitt úr nefnd í ósætti. Þetta kom fram í ræðu hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Hún segir það liggja í augum uppi að flokkarnir þrír séu til vegna ólíkra sjónarmiða um hvernig skuli haga málefnum samfélagsins. Samstarfið geti því tekið á, en þeim beri skylda til þess að komast að niðurstöðu og leiða mál til lykta á lýðræðislegan hátt. Flokkarnir hafi náð saman um ný fjárlög með skömmum fyrirvara í upphafi samstarfsins og það hafi gefið góð fyrirheit um farsælt samstarf. Í ræðu sinni segir hún megináherslu hafa verið lagða á uppbyggingu innviða samfélagsins og það að auka jöfnuð hérlendis. Störf ríkisstjórnarinnar sýni fram á það að þeim sé alvara í þeim efnum og nefnir í því samhengi framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús, nýsköpun í velferðarþjónustu og áform um aukin útgjöld í menntakerfi og samgöngumál. Bjarkey segir það heyra til undantekninga að þingstörf fari í uppnám vegna mála á borð við frumvarp um lækkun veiðigjalda og mál séu almennt leyst án mikilla átaka. Hún telur slíkar deilur móta mest þá mynd sem fólk hefur af störfum Alþingis. „Vissulega er tekist á á Alþingi en lang oftast eru málin leyst án þess að þingsalurinn verði vettvangur átaka. Það fer líka best á því, og þótt stjórnmál snúist alltaf að einhverju leyti um að skiptast á skoðunum og takast á um stefnu og leiðir, ber okkur að gera það á uppbyggilegan hátt.”
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira