Dietmar Hamann: Ísland er komið á heimskortið Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 14:30 Íslensku strákarnir fagna marki Alfreðs Finnbogasonar. vísir/vilhelm Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þýska landsliðsins, var einn af fjölmörgum sparkspekingum um víða veröld sem heillaðist af frammistöðu strákanna okkar á móti Argentínu. Ísland gerði 1-1 jafntefli við tvöfalda heimsmeistarana í fyrsta leik sínum á HM frá upphafi en markið skoraði Alfreð Finnbogason í fyrri hálfleik. „Þá má færa rök fyrir því að Ísland átti stig skilið í þessum leik. Íslensku strákarnir lögðu allt í þetta, vörðust frábærlega og hentu sér fyrir allt. Ef það gekk svo ekki varði markvörðurinn,“ segir Hamann sem er sérfræðingur RTÉ á Írlandi. „Það má segja að Ísland hafi komist á heimskortið í dag. Ég held að nú viti allir í Argentínu hvað Ísland er og hvað margir búa þar,“ bætir hann við. Á meðan Ísland spilaði eins og lið og uppskar sitt fyrsta stig á stórmóti frá upphafi var Argentína bara eins manns her, að mati Þjóðverjans. „Íslenska liðið var frábært frá upphafi til enda. Það var frábært að sjá hvernig allir leikmennirnir börðust allan leikinn,“ segir Hamann. „Argentínska liðið er bara tíu leikmenn sem gefa á Messi og vona að hann geri eitthvað. Þannig vinnur þú ekki leiki og hvað þá stórmót. Miðað við þennan leik er ekkert víst að Argentína komist upp úr riðlinum því Króatía og Nígería eru líka mjög góð lið,“ segir Dietmar Hamann.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30 Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30 Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11 HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Patrice Evra: Ísland átti skilið að vinna Argentínu Franski bakvörðurinn var mjög hrifinn af íslenska liðinu í leiknum á móti Messi og félögum. 18. júní 2018 12:30
Ætti Messi að vera vítaskytta Argentínu? Lionel Messi er óumdeilanlega besti leikmaður argentínska landsliðsins en hann ætti kannski að láta öðrum eftir að sjá um vítaspyrnur liðsins. 18. júní 2018 10:30
Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Segir Íslendinga vera afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir í lífsbaráttunni á tímum víkinga og þurftu að flýja til afskekktra eyja þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. 18. júní 2018 08:11
HM í dag: Sænskur njósnari, áhrifavaldurinn Rúrik og þynnka Englendinga á enda Níundi þáttur er farinn í loftið. 18. júní 2018 10:00