Lýsti áhyggjum af umræðu um stjórnmál á samfélagsmiðlum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. júní 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra flutti sína fyrstu þjóðhátíðarræðu á Austurvelli í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Í fyrstu þjóðhátíðarræðu sinni sem forsætisráðherra, gerði Katrín Jakobsdóttir tæknibreytingar og áhrif þeirra á stjórnmálaumræðuna að sérstöku umræðuefni. Hún varaði við því að umræða á samfélagsmiðlum sem ekki megi spanna meira en 280 stafabil valdi því að dýpri stjórnmálaumræða eigi undir högg að sækja og að þessi þróun ýtti frekar undir sundrandi umræðu í pólitísku umhverfi sem einkennist af því að samvinna og málamiðlanir sem lengi hafi verið undirstaða lýðræðissamfélagsins séu orðin löstur en ekki kostur. Ekki er fyllilega skýrt hvort forsætisráðherra var að vísa til íslenskra stjórnmála sérstaklega með skýrskotun sinni til breyttra viðhorfa um samvinnu og málamiðlana, en flokkur forsætisráðherra hefur mátt þola mikla gagnrýni vegna ríkisstjórnarsamstarfs með flokkum sem hafa mjög ólíkar áherslur á sviðum skatta- og velferðarmála, umhverfismála og varnarsamstarfs á vettvangi NATO. „Mér finnst þetta mjög áhugaverðir punktar hjá henni því það er alveg tilefni til að hafa áhyggjur en svo hættir okkur líka til að mála skrattann á vegginn og segja að þetta sé allt að fara til fjandans,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingur, aðspurð um breytingar á stjórnmálaumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla og áhrifa tæknibreytinga á þá.Eva Heiða Önnudóttir, köfun, köfunarskóli, köfunarnámskeið, kafari,Eva segir að frasar og yfirlýsingar stjórnmálamanna á samfélagasmiðlum hafa sáralítil áhrif á þá sem hafi raunverulegan áhuga á stjórnmálum og fylgist vel með. Rannsóknir sýni að áhugi á stjórnmálum hafi haldist frekar svipaður frá því mælingar hófust. Áhrifana kunni hins vegar mest að gæta hjá þeim sem hafi lítinn áhuga og fylgist ekki eins vel með og hinir áhugasömu, enda hafi slíkri orðræðu gjarnan verið beint að þeim hópi. „Það er alvarleg þróun sem ber að hafa áhyggjur af,“ segir Eva. Eva segir umræðuna um hnignandi stjórnmálaumræðu ekki nýja af nálinni og vísar til þess að fyrir nokkrum áratugum hafi pólitísk umræða einkum í Bandaríkjunum byrjað að þróast út í stutta frasa í ljósvakamiðlum en hún hafi fundið sér nýjan farveg vegna samfélagsmiðla þar sem menn geti, með stuttum yfirlýsingum, náð til miklu fleiri á skemmri tíma en áður. Þá komi frasaumræðan gjarnan með poppúliskum hreyfingum bæði til hægri og vinstri og nýlegar uppsveiflur slíkra hreyfinga séu ekki einsdæmi heldur falli þær og rísi í bylgjum. Aðspurð segir Eva að þrátt fyrir þetta séu engin merki um að gæði og dýpt í pólitískri umræðu eigi frekar undir högg að sækja nú en áður, enda hverfi slík umræða ekki þótt hitt bætist við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ekkert bendir til þess að auglýsingar hulduhópanna hafi verið ólöglegar Engar vísbendingar eru um aðkomu erlendra aðila að kosningabaráttu á Íslandi líkt og mörg önnur ríki hafa staðið frammi fyrir. 11. júní 2018 20:31