Sagður hafa misnotað sér hrumleika Stan Lee Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júní 2018 08:43 Stan Lee sést hér með umboðsmanni sínum Keya Morgan. Vísir/Getty Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Umboðsmaður Stan Lee, stofnanda teiknimyndasögufyrirtækisins Marvel, er sagður hafa misnotað sér bágt heilsuástand umbjóðanda síns. Lögmaður Lee hefur fengið tímabundið nálgunarbann gegn umboðsmanninum, sem hefur í raun gegnt umönnunarhlutverki í lífi hins 95 ára gamla Lee á síðustu misserum. Umboðsmaðurinn, Keya Morgan, er sagður í frétt breska ríkisútvarpsins hafa gert sig gildandi í lífi Lee eftir að eiginkona teiknimyndasögugoðsagnarinnar lést í fyrra. Morgan hafi í raun „troðið sér inn“ í tómarúmið sem hún skildi eftir sig eins og það er orðað. Í nálgunarbannsbeiðninni er Morgan sagður ráða nær öllu er viðkemur lífi Lee, til að mynda hvar hann er búsettur og hver fái að hitta hann. Þannig hafi hann til að mynda þvingað hinn aldraða Lee til flytja af heimili sínu í fyrra. „Morgan hefur því haft óeðlileg áhrif á Lee og einangrað hann,“ segir í beiðninni. Það kemur svo í ljós í byrjun júlí hvort að nálgunarbann Lee gegn Morgan verði varanlegt. Morgan var handtekinn á mánudag vegna gruns um að hann hafi kallað eftir aðstoð lögreglunnar að ósekju. Hann er sagður hafa tilkynnt lögreglunni að brotist hafa verið inn á heimili Lee. „Innbrotsþjófarnir“ reyndust vera tvær rannsóknarlögreglumenn og einn starfsmaður félagsþjónustunnar sem komið höfðu til að kanna aðstæður Lee. Eftir að Morgan var sleppt úr haldi, gegn greiðslu tryggingar, birti Lee eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Í því segir hann að Morgan sé í raun eini samstarfs- og umboðsmaður hans. Stan Lee er einn dáðasti framleiðandi teiknimynda í sögunni en eftir hann liggja ótal bækur og myndir um hetjur á borð við Köngulóarmanninn, Jarfinn og Þrumuguðinn Þór.My only partner and business manager is @KeyaMorgan not all the other people making false claims. pic.twitter.com/JKUT1BZNI7— stan lee (@TheRealStanLee) June 10, 2018
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira