Þekktu rauðu ljósin: „Hann lét höggin dynja á mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 08:30 Hildur Ösp Þorsteinsdóttir. Skjáskot/Youtube Hildur Ösp Þorsteinsdóttir var í ofbeldissambandi í tæplega 18 ár. Maðurinn, Magnús Jónsson sem Hildur Ösp nafngreindi nýlega í viðali við DV, fór þá í annað samband. Hann endaði einnig í fjölmiðlum vegna ofbeldisins gegn þeirri konu. Vísir hefur fjallað um baráttu hennar við að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en í ágúst síðastliðnum fékk hún samþykkt sex mánaða nálgunarbann. Í myndbandi fyrir herferðina Þekktu rauðu ljósin, lýsir Hildur Ösp sínu sambandi við Magnús en þau eignuðust saman þrjú börn. „Sambandið einkenndist af miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi þar sem hann varð alltaf að vera við stjórnina,“ útskýrir Hildur Ösp. „Hlutirnir voru gerðir eftir hans geðþótta. Það var mikil drykkja sem ágerðist með árunum og var komið í daglega drykkju síðustu árin. Þar sem hann niðurlægði mig andlega á hverjum einasta degi og barði mig oft.“Lífið snerist algjörlega um hann Hildur Ösp segir að sinn fyrrverandi hafi ekki verið ofbeldisfullur til að byrja með. Hann hafi verið mjög góður örlátur og skemmtilegur. „Svo smám saman fór að bera á svona skapofsaköstum þar sem hann kannski rauk upp án þess að ég hefði nokkra hugmynd af hverju.“ Hún var sífellt að passa upp á að gera hlutina rétt svo Magnúsi liði vel. „Líf mitt snerist algjörlega um hann, að halda honum góðum, að þóknast honum, að passa upp á hann.“Finnur enn fyrir áverkunum Nokkur ár eru síðan Hildur Ösp sleit sambandinu en enn eru ákveðin atvik sem sitja mjög mikið í henni. Þar á meðal var ofbeldi sem hún varð fyrir þegar þau bjuggu ásamt börnum sínum í Barcelona en atburðarrásin hófst með leiðindum uppi í eldhúsi. „Þar sem hann byrjaði að hreyta í mig og var svo byrjaður að berja mig líka og ég ákvað að hlaupa á undan honum niður á næstu hæð, með hann í eftirdragi og öll börnin. Hann lét höggin dynja á mér. Hann barði mig til dæmis svo fast í eyrað að það blæddi út um eyrað á mér.“ Hildur Ösp náði að hlaupa inn í fataherbergið í íbúðinni þar sem hún dettur á gólfið og snýr sér yfir á bakið. „Hann sparkar svo fast og ber mig svo mikið á magasvæðið að ég man að ég lá og hugsaði „hann hlýtur að vera búinn að „googla“ það hvernig á að berja þannig að maður hljóti innvortis meiðsli.“ Á meðan ég var að hugsa þetta voru börnin hrópandi „hættu að berja mömmu, láttu mömmu í friði.“ Annað atvik sem hún lýsir í myndbandinu átti sér stað í vinnuferð í London.„Við vorum komin upp á hótelherbergi og hann vildi fá kynlíf sem ég neitaði honum um og það fauk svo í hann að hann fór klofvega yfir mig og tók mig hálstaki. Ég fann hvernig andardrátturinn var að fjara út.“ Á þessum tímapunkti byrjaði Hildur Ösp að hugsa til barnanna sinna sem gaf henni styrk til að berjast á móti, berjast fyrir lífi sínu. „Það var eitthvað sem gerðist innra með mér og ég náði að grípa hnén, náði að taka hnén upp á brjóstkassann og spyrna honum í burtu með hnjánum. Ég var svo skelkuð að ég hringdi á hjálp niður í „lobbý“ en þegar starfsmaðurinn kom þá stóð hann með steyttan hnefann á bakvið hurðina.“ Hildur Ösp var svo hrædd að hún þorði ekki að segja neitt, hún afturkallaði aðstoðina. Hún er enn að kljást við afleiðingarnar af þessari grófu árás á hótelherberginu þeirra. „Enn þann dag í dag finn ég fyrir áverkunum.“Hljóp á eftir henni með hníf Þegar Hildur Ösp og Magnús voru að koma heim frá New York á meðan þau voru ennþá saman, þennan dag hélt Hildur Ösp að hún myndi deyja fyrir framan börnin sín. „Hann var þá búinn að drekka alla leiðina heim og ætli við höfum ekki verið komin heim svona milli sex og sjö og hann vildi halda áfram í partýinu. Hann fór beint inn og kveikti á tónlist en þegar ég sagði honum að þetta væri ekki í boði og lækkaði niður í tónlistinni þá stökk hann inn í eldhús og birtist með stóran hníf og hljóp á eftir mér inn ganginn. Hann ætlaði hreinlega að stinga mig. En það gerðist eitthvað í hausnum á honum, sem betur fer, þegar hann sá skelfingarsvipinn á stelpunum.“ Dætur þeirra stóðu þá ennþá inni í andyri heimilis þeirra, ekki komnar úr úlpunum. „Þetta atvik situr mjög djúpt í mér og líka í stelpunum okkar.“ Hildur Ösp segir að rauðu ljósin hefðu átt að kvikna hjá sér snemma í sambandinu varðandi drykkjuna. „Það endaði yfirleitt með leiðindum. Hann var hreytandi í mig ónotum. Og eftir þau kvöld leið mér yfirleitt mjög illa. Þegar elsta stelpan mín var sjö ára gömul þá hafði staðið yfir ofbeldi og þá tók hún mig afsíðis og grátbað mig að fara frá pabba sínum.“ Stúlkan sagði þá orðrétt við móður sína:„Lífið værri svo miklu betra mamma ef það væru bara við.“ Þorði ekki að fara Þó að það hafi verið erfitt að heyra þessi orð og Hildi Ösp hafi sjálfri langað að fara en einfaldlega þorði því ekki. „Ég var svo hrædd við hann og allar hótanirnar að ég lét ekki verða af því fyrr en átta árum seinna. Átta árum sem fóru stöðugt versnandi í andlegu og líkamlegu ofbeldi.“ Hildur Ösp hvetur aðrar til þess að læra að þekkja rauðu ljósin. „Ekki óttast það sem tekur við þegar þú ferð úr ofbeldissambandi.“ Magús var hann meðal annars handtekinn vegna ásakana um ofbeldi gegn þáverandi sambýliskonu sinni í Texas í Bandaríkjunum. Hún höfðaði seinna einkamál vegna ofbeldisins og náði dómsátt og fékk greiddar miskabætur frá Magnúsi. Myndbandið með sögu Hildar Aspar má horfa á í heild sinni hér að neðan.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Unnur Mjöll Harðardóttir hunsaði viðvaranir og hélt að hún gæti hjálpað manninum sem beitti hana andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 18. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hildur Ösp Þorsteinsdóttir var í ofbeldissambandi í tæplega 18 ár. Maðurinn, Magnús Jónsson sem Hildur Ösp nafngreindi nýlega í viðali við DV, fór þá í annað samband. Hann endaði einnig í fjölmiðlum vegna ofbeldisins gegn þeirri konu. Vísir hefur fjallað um baráttu hennar við að fá nálgunarbann gegn Magnúsi en í ágúst síðastliðnum fékk hún samþykkt sex mánaða nálgunarbann. Í myndbandi fyrir herferðina Þekktu rauðu ljósin, lýsir Hildur Ösp sínu sambandi við Magnús en þau eignuðust saman þrjú börn. „Sambandið einkenndist af miklu andlegu og líkamlegu ofbeldi þar sem hann varð alltaf að vera við stjórnina,“ útskýrir Hildur Ösp. „Hlutirnir voru gerðir eftir hans geðþótta. Það var mikil drykkja sem ágerðist með árunum og var komið í daglega drykkju síðustu árin. Þar sem hann niðurlægði mig andlega á hverjum einasta degi og barði mig oft.“Lífið snerist algjörlega um hann Hildur Ösp segir að sinn fyrrverandi hafi ekki verið ofbeldisfullur til að byrja með. Hann hafi verið mjög góður örlátur og skemmtilegur. „Svo smám saman fór að bera á svona skapofsaköstum þar sem hann kannski rauk upp án þess að ég hefði nokkra hugmynd af hverju.“ Hún var sífellt að passa upp á að gera hlutina rétt svo Magnúsi liði vel. „Líf mitt snerist algjörlega um hann, að halda honum góðum, að þóknast honum, að passa upp á hann.“Finnur enn fyrir áverkunum Nokkur ár eru síðan Hildur Ösp sleit sambandinu en enn eru ákveðin atvik sem sitja mjög mikið í henni. Þar á meðal var ofbeldi sem hún varð fyrir þegar þau bjuggu ásamt börnum sínum í Barcelona en atburðarrásin hófst með leiðindum uppi í eldhúsi. „Þar sem hann byrjaði að hreyta í mig og var svo byrjaður að berja mig líka og ég ákvað að hlaupa á undan honum niður á næstu hæð, með hann í eftirdragi og öll börnin. Hann lét höggin dynja á mér. Hann barði mig til dæmis svo fast í eyrað að það blæddi út um eyrað á mér.“ Hildur Ösp náði að hlaupa inn í fataherbergið í íbúðinni þar sem hún dettur á gólfið og snýr sér yfir á bakið. „Hann sparkar svo fast og ber mig svo mikið á magasvæðið að ég man að ég lá og hugsaði „hann hlýtur að vera búinn að „googla“ það hvernig á að berja þannig að maður hljóti innvortis meiðsli.“ Á meðan ég var að hugsa þetta voru börnin hrópandi „hættu að berja mömmu, láttu mömmu í friði.“ Annað atvik sem hún lýsir í myndbandinu átti sér stað í vinnuferð í London.„Við vorum komin upp á hótelherbergi og hann vildi fá kynlíf sem ég neitaði honum um og það fauk svo í hann að hann fór klofvega yfir mig og tók mig hálstaki. Ég fann hvernig andardrátturinn var að fjara út.“ Á þessum tímapunkti byrjaði Hildur Ösp að hugsa til barnanna sinna sem gaf henni styrk til að berjast á móti, berjast fyrir lífi sínu. „Það var eitthvað sem gerðist innra með mér og ég náði að grípa hnén, náði að taka hnén upp á brjóstkassann og spyrna honum í burtu með hnjánum. Ég var svo skelkuð að ég hringdi á hjálp niður í „lobbý“ en þegar starfsmaðurinn kom þá stóð hann með steyttan hnefann á bakvið hurðina.“ Hildur Ösp var svo hrædd að hún þorði ekki að segja neitt, hún afturkallaði aðstoðina. Hún er enn að kljást við afleiðingarnar af þessari grófu árás á hótelherberginu þeirra. „Enn þann dag í dag finn ég fyrir áverkunum.“Hljóp á eftir henni með hníf Þegar Hildur Ösp og Magnús voru að koma heim frá New York á meðan þau voru ennþá saman, þennan dag hélt Hildur Ösp að hún myndi deyja fyrir framan börnin sín. „Hann var þá búinn að drekka alla leiðina heim og ætli við höfum ekki verið komin heim svona milli sex og sjö og hann vildi halda áfram í partýinu. Hann fór beint inn og kveikti á tónlist en þegar ég sagði honum að þetta væri ekki í boði og lækkaði niður í tónlistinni þá stökk hann inn í eldhús og birtist með stóran hníf og hljóp á eftir mér inn ganginn. Hann ætlaði hreinlega að stinga mig. En það gerðist eitthvað í hausnum á honum, sem betur fer, þegar hann sá skelfingarsvipinn á stelpunum.“ Dætur þeirra stóðu þá ennþá inni í andyri heimilis þeirra, ekki komnar úr úlpunum. „Þetta atvik situr mjög djúpt í mér og líka í stelpunum okkar.“ Hildur Ösp segir að rauðu ljósin hefðu átt að kvikna hjá sér snemma í sambandinu varðandi drykkjuna. „Það endaði yfirleitt með leiðindum. Hann var hreytandi í mig ónotum. Og eftir þau kvöld leið mér yfirleitt mjög illa. Þegar elsta stelpan mín var sjö ára gömul þá hafði staðið yfir ofbeldi og þá tók hún mig afsíðis og grátbað mig að fara frá pabba sínum.“ Stúlkan sagði þá orðrétt við móður sína:„Lífið værri svo miklu betra mamma ef það væru bara við.“ Þorði ekki að fara Þó að það hafi verið erfitt að heyra þessi orð og Hildi Ösp hafi sjálfri langað að fara en einfaldlega þorði því ekki. „Ég var svo hrædd við hann og allar hótanirnar að ég lét ekki verða af því fyrr en átta árum seinna. Átta árum sem fóru stöðugt versnandi í andlegu og líkamlegu ofbeldi.“ Hildur Ösp hvetur aðrar til þess að læra að þekkja rauðu ljósin. „Ekki óttast það sem tekur við þegar þú ferð úr ofbeldissambandi.“ Magús var hann meðal annars handtekinn vegna ásakana um ofbeldi gegn þáverandi sambýliskonu sinni í Texas í Bandaríkjunum. Hún höfðaði seinna einkamál vegna ofbeldisins og náði dómsátt og fékk greiddar miskabætur frá Magnúsi. Myndbandið með sögu Hildar Aspar má horfa á í heild sinni hér að neðan.Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum beinist oft að fólki sem hefur búið saman og ofbeldið átt sér stað innan veggja heimilisins en skortur er á efni sem beint er til fólks sem er að hefur nýhafið samband. Herferðin miðar að því að minna á að ofbeldi birtist smátt og smátt í samböndum, að ýmis viðvörunarmerki eru oft undanfari ofbeldisins. Vitundarvakningin felst í stuttum myndböndum þar sem nokkrar hugrakkar konur sem stigið hafa út úr ofbeldissamböndum líta til baka og ræða viðvörunarljósin sem birtust í sambandinu þó þær hafi ekki séð þau fyrr en of seint.„Það er von okkar að þessi vitundarvakning auki skilning fólks á ofbeldi í nánum samböndum og hjálpi fólki að sjá rauðu ljósin áður en til ofbeldis kemur.“Kynntu þér úrlausnir hjá Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfinu.Nánari upplýsingar: https://www.rauduljosin.is/https://www.facebook.com/rauduljosin/https://twitter.com/rauduljosin
MeToo Tengdar fréttir Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Unnur Mjöll Harðardóttir hunsaði viðvaranir og hélt að hún gæti hjálpað manninum sem beitti hana andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 18. júní 2018 09:00 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15 Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þekktu rauðu ljósin: „Ég mátti ekki fara í skólann“ Unnur Mjöll Harðardóttir hunsaði viðvaranir og hélt að hún gæti hjálpað manninum sem beitti hana andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 18. júní 2018 09:00
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“ Herferðin Þekktu rauðu ljósin er svar Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar við síaukinni eftirspurn ungs fólk eftir aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. 13. júní 2018 10:15
Þekktu rauðu ljósin: „Ég hélt að ég væri búin að finna hinn fullkomna mann“ Elín Elísabet var í hálft ár í sambandi þar sem hún upplifði andlegt ofbeldi en hún fór fljótt að sjá hættumerki. 15. júní 2018 09:00