Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2018 14:00 Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. vísir/vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. Forsætisráðherra segir auðlinda- og umhverfisákvæði í stjórnarskránna meðal annars verða rædd en formenn flokkanna hafi allir mætti til funda um þessi mál af heilindum. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt reglulega fundi frá áramótum til að ræða endurskoðun stjórnarskrárinnar og í dag verður tekinn fyrirfram ákveðinn langur vinnufundur á Þingvöllum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formennina hafa náð saman um að áfangaskipta vinnu við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þar sem tiltekin hluti hennar sé undir á yfirstandandi kjörtímabili. „Meðal þess sem við ætlum að ræða í dag eru auðlindaákvæði og umhverfisákvæði svo eitthvað sé nefnt. Við ákváðum að gefa okkur tíma og funda á Þingvöllum til að sækja innblástur,“ segir Katrín sem reiknar með að fundurinn standi fram að kvöldmat. Lengi hefur verið reynt að ná samstöðu milli stjórnmálaflokka um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, bæði fyrir og eftir stofnun stjórnlagaráðs sem skilaði frumvarpi að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Forsætisráðherra hefur áður sagt að það væri til mikils að vinna að ljúka þessari vinnu.Ertu bjartsýn eftir þessa fundi frá áramótum að flokkarnir nái lending saman? „Það er kannski ekki tímabært að segja til um það. En þetta hafa verið góðir fundir finnst mér. Mér finnst allir sitja við þetta borð af heilindum og með það að markmiði að reyna að ná saman. Þannig að ég er að minnsta kosti bara bjartsýn á fundinn í dag. Þetta eru hins vegar mál sem við höfum ekki náð saman um hingað til og hafa verið lengi í umræðu. En eins og ég segi mér finnst það að minnsta kosti skylda okkar allra að láta nú á það reyna hvort þetta geti ekki skilað jákvæðum og góðum breytingum á stjórnarskránni,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira