Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hringinn á PGA meistaramótinu Ísak Jasonar skrifar 28. júní 2018 20:00 Ólafía hefur leik í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á þriðja risamóti ársins, KPMG PGA meistaramótinu, sem fer fram í Kildeer, Illinois. Ólafía lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða höggi yfir pari og er jöfn í 86. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta degi. Ólafía Þórunn fór frábærlega af stað í mótinu og var jöfn í öðru sæti eftir 4 holur þegar hún var á tveimur höggum undir pari. Hún gaf aðeins eftir á holum 8-11 þar sem hún fékk þrjá skolla og var þá komin á högg yfir pari í heildina. Ólafía fékk svo sjö pör í röð á lokakaflanum og kom sem fyrr segir inn á 73 höggum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 86. sæti af 156 keppendum. Um 70 efstu keppendurnir komast áfram að tveimur hringjum loknum og verður hún því að halda vel á spöðunum á morgun, föstudag, þegar annar hringurinn fer fram. Bandarísku kylfingarnir Jaye Marie Green og Jessica Korda eru jafnar í forystu á 5 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Danielle Kang, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er jöfn Ólafíu í 86. sæti.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á þriðja risamóti ársins, KPMG PGA meistaramótinu, sem fer fram í Kildeer, Illinois. Ólafía lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða höggi yfir pari og er jöfn í 86. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta degi. Ólafía Þórunn fór frábærlega af stað í mótinu og var jöfn í öðru sæti eftir 4 holur þegar hún var á tveimur höggum undir pari. Hún gaf aðeins eftir á holum 8-11 þar sem hún fékk þrjá skolla og var þá komin á högg yfir pari í heildina. Ólafía fékk svo sjö pör í röð á lokakaflanum og kom sem fyrr segir inn á 73 höggum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 86. sæti af 156 keppendum. Um 70 efstu keppendurnir komast áfram að tveimur hringjum loknum og verður hún því að halda vel á spöðunum á morgun, föstudag, þegar annar hringurinn fer fram. Bandarísku kylfingarnir Jaye Marie Green og Jessica Korda eru jafnar í forystu á 5 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Danielle Kang, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er jöfn Ólafíu í 86. sæti.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira