Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 23:00 Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi. Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni. Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni. Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna. Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni. Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum. Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.#ElHiloRojo El momento en el que @ramapantorotto le pregunta a Leo Messi por la cintita que le mandó su mamá... y "La Pulga" lo deja mudo con su respuesta #VamosArgentinapic.twitter.com/aLUTkqEhMB — Telefe Noticias (@telefenoticias) June 27, 2018 Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því? Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn). Pantorotto: Í alvöru? Messi: Í alvöru. Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn? Messi: Já, svo takk fyrir. Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri? Messi: Nei, með þeim hægri Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina). Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira