Margt í lífinu mikilvægara en fótbolti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty „Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
„Ég er í besta starfi í heimi,“ sagði svekktur en stoltur Heimir Hallgrímsson að loknum leik Íslands og Króatíu í gær. Fyrir leikinn var ljóst að ætlaði Ísland að eygja einhverja möguleika á að komast áfram dygði ekkert nema sigur. Í fyrri hálfleik var íslenska liðið betri aðilinn og var það helst króatíska markverðinum að þakka að staðan í hálfleik var markalaus. Það var því högg í magann þegar Króatarnir skoruðu strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Aukið púður var sett í sóknarleikinn sem skilaði sér í skalla í slá og síðar marki Gylfa Þórs Sigurðssonar úr vítaspyrnu. Tíu mínútum síðar, og fimm mínútum fyrir leikslok, bárust þær fregnir frá Sankti Pétursborg að Argentína hefði komist yfir á nýjan leik gegn Nígeríu. Vantaði Ísland því aðeins eitt mark til að komast í 16-liða úrslit. Ivan Perisic gerði hins vegar út um þann draum á lokamínútunum. Svekkjandi úrslit í ljósi þess að liðið fékk færi til að skora fleiri mörk. „Við báðum strákana um það fyrir leik að skilja allt eftir hér í Rostov og þeir gerðu það. Það var ekki mikið eftir á batteríunum í leikslok,“ sagði Heimir. „Við erum allir saman í þessu, leikmenn sætta sig við það hvernig við spilum og vinna sem einn utan vallar sem innan. Við höfum fundið út hvernig við getum unnið fótboltaleiki. Ef við reyndum að herma eftir Spáni eða Brasilíu yrðum við slæm eftirlíking. Við viljum hins vegar vera besta útgáfan af okkur,“ Samningur Heimis við KSÍ rennur sitt skeið eftir mótið og var hann þráspurður um það hvað tæki við. Svar hans var ávallt hið sama. Hann hygðist taka sér viku til tvær til að hugsa og ræða málin við fjölskyldu sína áður en rætt yrði við KSÍ. Hann viðurkenndi þó að það yrði erfitt að hætta með liðið nú. Fyrir leik sást til Heimis í faðmi fjölskyldunnar uppi í stúku en slíkt er sennilega einsdæmi á svo háu stigi knattspyrnunnar. „Það var mikið hjá mér að gera í [fyrradag og gær] og ég gat ekki hitt þau. Við vorum að fara yfir það hvernig við ætluðum að vinna leikinn. Það er margt mikilvægara í lífinu en fótbolti. Við tökum lífinu eins og það á að vera og reynum að finna þau gildi sem gefa okkur mest. Eitt af því er fjölskyldan,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira