Þurfum að spila mjög vel til þess að eiga möguleika á sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2018 07:30 Miðjumaðurinn Emil Hallfreðsson og varnarmaðurinn Kári Árnason svara spurningum blaðamanna á fundinum í gær. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
Þrátt fyrir afbragðs frammistöðu gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM þurfti Emil Hallfreðsson að gera sér að góðu að sitja á bekknum allan tímann gegn Nígeríu á föstudaginn. Eftir að hafa leikið leikkerfið 4-4-1-1 gegn Argentínu breytti landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson yfir í 4-4-2 fyrir leikinn gegn Nígeríu og fórnaði Emil fyrir annan framherja. „Það var auðvitað fúlt að vera á bekknum. Það er alltaf fúlt að vera á bekknum, sama hvar það er,“ sagði Emil þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Kabardinka í gær ásamt Kára Árnasyni. „Það var búið að ákveða fyrirfram að breyta um leikkerfi og spila með tvo framherja. Ég var tilbúinn að koma inn og er tilbúinn í næsta leik ef þarf. Liðið gengur fyrir og það er enginn leikmaður hjá okkur of stór til að vera á bekknum.“ Íslenska liðið hélt til Rostov við Don í gær. Það æfir á Rostov Arena í dag og á morgun er svo komið að leiknum mikilvæga gegn Króatíu, sem Ísland hefur mætt svo oft á síðustu árum. Til að ná markmiði sínu, að komast í 16-liða úrslit, þurfa Íslendingar að vinna Króata og treysta á að Argentínumenn vinni Nígeríumenn á sama tíma, þó ekki stærra en íslenska liðið vinnur það króatíska sem er þegar komið áfram og svo gott sem búið að vinna riðilinn. Zlatko Dalic, þjálfari Króatíu, hefur gefið það út að hann muni gera nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Íslandi, m.a. til að koma í veg fyrir að leikmenn sem hafa fengið gult spjald fari í leikbann fyrir 16-liða úrslitin. Króatíski hópurinn er hins vegar breiður og góður eins og Kári sagði á blaðamannafundinum í gær. „Þetta er frábært lið. Það hefur ekki of mikil áhrif á þá þótt þeir breyti byrjunarliðinu því þeir eru með góða leikmenn sem leika í góðum liðum á bekknum,“ sagði Kári. „Við þurfum að spila mjög vel til að eiga möguleika.“ Miðvörðurinn öflugi segir að frammistaðan gegn Nígeríu hafi ekki verið alslæm en fyrsta markið hafi breytt leiknum. „Skipulagið riðlaðist full mikið og ég veit ekki af hverju. Við vorum alveg með þá í fyrri hálfleik þar sem þeir áttu ekki skot á markið. Fólk talar eins og við eigum að vinna Nígeríu. Það er ekki einn maður í liðinu sem hugsaði þannig. Við hugsuðum að við gætum unnið Nígeríu og ætluðum að gera það en þetta er engu að síður stórþjóð í fótbolta. Við hugsuðum ekki að við værum það góðir að við myndum rústa Nígeríu og halda svo í næsta leik. Það var ekki þannig,“ sagði Kári að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Sjá meira
HM-drátturinn í hádeginu í dag Handboltastrákarnir fá að vita hverjum þeir mæta á HM í janúar. 25. júní 2018 08:30