Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarsons í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 10:00 Mario Mandzukic verður líklega ekki með. vísir/getty Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í fótbolta, ætlar að gera nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn á móti Íslandi í lokaumferð D-riðils á HM 2018. Í gærkvöldi fóru að berast sögusagnir og fréttir frá Króatíu þess efnis að hann ætlaði sér að gera tíu til ellefu breytingar en það virðist ekki rétt. Króatískir blaðamenn voru mættir á æfingu íslenska liðsins í morgun og þeir sögðu að þjálfarinn hefði talað um að hvíla að minnsta kosti þá sem eru á gulu spjaldi og gætu misst af leiknum í 16 liða úrslitum ef þeir myndu fá gult á móti Íslandi. Einn þeirra er Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Ekki amalegt að losna við hann á þriðjudaginn. Mario Mandzukic er einnig einu spjaldi frá banni og verður líklega ekki með sem og Ante Rebic og Sime Vrsaljko. Þá er miðjumaðurinn öflugi Marcelo Brozovic, sem að skoraði á móti Íslandi í undankeppninni, kominn í bann en Króatía og Serbía eru þau lið sem hafa fengið flest gul spjöld á mótinu eða sex talsins. Króatísku blaðamennirnir töluðu einnig um að Luka Modric, þrefaldur Evrópumeistari með Real Madrid, fengi að hvíla í Rostov á þriðjudaginn en ef svo fer sleppa strákarnir við að mæta tveimur af bestu miðjumönnum heims.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16
HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00