Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 09:16 Ragnar Sigurðsson fór af velli vegna höfuðmeiðsla í gær. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari í fótbolta, segir stöðuna á Ragnari Sigurðssyni, miðverði liðsins, fína eftir höfuðhöggið sem að hann fékk á móti Nígeríu í gær. Ahmed Musa rak hnéð fast í höfuðið á Ragnar þegar að hann byrjaði að fagna fyrra marki sínu í leiknum og þurfti Ragnar á endanum að fara af velli eftir að búið var að reifa höfuð hans. Ragnar sagði við RÚV eftir leikinn í gær að hann hefði verið ringlaður en Heimir Hallgrímsson tjáði íslenskum fjölmiðlum á æfingu liðsins í morgun að hann hefði ekki fengið heilahristinn. Hann sló svo á létta strengi. „Staðan á Ragga er bara fín. Hann svaf vel í nótt og vaknaði brosandi í morgun. Hann man ekki neitt. Hann vissi ekki hvað hann héti eða neitt þannig að við sögðum við hann: Þú heitir Pelé og þú ert að fara að skora þrjú mörk í næsta leik,“ sagði Heimir sem vonast eftir því að nota Jóhann Berg Guðmundsson í næsta leik. „Það var okkar plan að hann myndi ekki ná þessum leik en vonandi verður hann tilbúinn í næsta leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsliðsþjálfari í fótbolta, segir stöðuna á Ragnari Sigurðssyni, miðverði liðsins, fína eftir höfuðhöggið sem að hann fékk á móti Nígeríu í gær. Ahmed Musa rak hnéð fast í höfuðið á Ragnar þegar að hann byrjaði að fagna fyrra marki sínu í leiknum og þurfti Ragnar á endanum að fara af velli eftir að búið var að reifa höfuð hans. Ragnar sagði við RÚV eftir leikinn í gær að hann hefði verið ringlaður en Heimir Hallgrímsson tjáði íslenskum fjölmiðlum á æfingu liðsins í morgun að hann hefði ekki fengið heilahristinn. Hann sló svo á létta strengi. „Staðan á Ragga er bara fín. Hann svaf vel í nótt og vaknaði brosandi í morgun. Hann man ekki neitt. Hann vissi ekki hvað hann héti eða neitt þannig að við sögðum við hann: Þú heitir Pelé og þú ert að fara að skora þrjú mörk í næsta leik,“ sagði Heimir sem vonast eftir því að nota Jóhann Berg Guðmundsson í næsta leik. „Það var okkar plan að hann myndi ekki ná þessum leik en vonandi verður hann tilbúinn í næsta leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02 HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Strákarnir æfa í grenjandi rigningu í Kabardinka Í fyrsta sinn síðan að íslenska liðið kom til Rússlands eru æfingaaðstæður ekki góðar. 23. júní 2018 08:02
HM í dag: Himnarnir gráta með strákunum okkar í Kabardinka Gærdagurinn var erfiður fyrir strákana okkar sem og íslensku þjóðina. Sárt tap gegn Nígeríu sem þýðir að örlög íslenska liðsins á HM eru ekki lengur í þeirra höndum. 23. júní 2018 09:00