Fyrrum samherjar hjá Man United eru nú andstæðingar í norsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:00 Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær fagna titli með Manchester United. Vísir/Getty Þeir spiluðu saman með stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tíunda áratugnum en eru núna orðnir andstæðingar nú þegar þeir nálgast fimmtugsafmælið. Við erum að tala um norsku knattspyrnugoðsagnirnar Ole Gunnar Solskjær og Henning Berg sem eru 45 ára og 48 ára gamlir í dag. Henning Berg var í gær ráðinn sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær hefur þjálfað lið Molde frá 2015 og áður frá 2011 til 2014.Henning Berg ny Stabæk-trener. Les mer her: https://t.co/AQv0bdyYlapic.twitter.com/l4u31LPKDx — Stabæk Fotball (@Stabaek) July 4, 2018 Stabæk er í bullandi fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni og rak spænska þjálfarann Antoni Ordinas í lok júní. Nú er Henning Berg ætlað að tryggja sæti liðsins í deildinni,. Molde nálgaðist á sama tíma titilbaráttuna með 4-0 stórsigri á toppliði Brann í síðustu umferð. Solskjær hefur tvisvar unnið norsku úrvalsdeildina með Molde en síðast árið 2012. Þetta er fyrsta starf í Noregi síðan að hann þjálfaði lið Lilleström SK árið 2011. Hann stýrði einnig Lyn frá 2005 til 2008 eða áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Frá 2011 hefur hann stýrt liði í Englandi (Blackburn), Póllandi (Legia Varsjá) og Ungverjalandi (Videoton) þar sem hann starfaði síðast. „Það er mitt mat að Stabæk hafi í mörg ár gert mikið úr litlu. Þar þora menn að hugsa stórt þótt að félagið sé lítið. Félaginu er vel stjórnað, það er sókndjarft og jákvætt og fer sínar eigin leiðir,“ sagði Henning Berg við heimasíðu Stabæ. Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær spiluðu saman í þrjú tímabil með Manchester United og þar á meðal er 1998-99 tímabilið þegar félagið vann þrefalt. Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Þeir spiluðu saman með stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tíunda áratugnum en eru núna orðnir andstæðingar nú þegar þeir nálgast fimmtugsafmælið. Við erum að tala um norsku knattspyrnugoðsagnirnar Ole Gunnar Solskjær og Henning Berg sem eru 45 ára og 48 ára gamlir í dag. Henning Berg var í gær ráðinn sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær hefur þjálfað lið Molde frá 2015 og áður frá 2011 til 2014.Henning Berg ny Stabæk-trener. Les mer her: https://t.co/AQv0bdyYlapic.twitter.com/l4u31LPKDx — Stabæk Fotball (@Stabaek) July 4, 2018 Stabæk er í bullandi fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni og rak spænska þjálfarann Antoni Ordinas í lok júní. Nú er Henning Berg ætlað að tryggja sæti liðsins í deildinni,. Molde nálgaðist á sama tíma titilbaráttuna með 4-0 stórsigri á toppliði Brann í síðustu umferð. Solskjær hefur tvisvar unnið norsku úrvalsdeildina með Molde en síðast árið 2012. Þetta er fyrsta starf í Noregi síðan að hann þjálfaði lið Lilleström SK árið 2011. Hann stýrði einnig Lyn frá 2005 til 2008 eða áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Frá 2011 hefur hann stýrt liði í Englandi (Blackburn), Póllandi (Legia Varsjá) og Ungverjalandi (Videoton) þar sem hann starfaði síðast. „Það er mitt mat að Stabæk hafi í mörg ár gert mikið úr litlu. Þar þora menn að hugsa stórt þótt að félagið sé lítið. Félaginu er vel stjórnað, það er sókndjarft og jákvætt og fer sínar eigin leiðir,“ sagði Henning Berg við heimasíðu Stabæ. Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær spiluðu saman í þrjú tímabil með Manchester United og þar á meðal er 1998-99 tímabilið þegar félagið vann þrefalt.
Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira