Neymar: Tilraun til þess að grafa undan mér Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. júlí 2018 23:00 Neymar í leiknum gegn Sviss í fyrstu umferðinni. vísir/getty Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Neymar var maður leiksins fyrir Brasilíu sem sló Mexíkó út í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi í dag. Hann var þó harkalega gagnrýndur fyrir mikinn leikaraskap í leiknum. Neymar gerði annað mark Brasilíu í 2-0 sigrinum á Mexíkó. Undir lok leiksins virtist Miguel Layun stíga nokkuð harkalega á kálfann á Neymar og voru viðbrögð Brasilíumannsins svo mikil að fólk kepptist við að gagnrýna hann á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskap. Layun hefði líklega fengið rautt spjald ef dómari leiksins hefði ákveðið að notast við myndbandstæknina en hann ákvað að gera það ekki. Viðbrögð Neymar eru talin spila þar inn í, hann hafi ekki viljað verðlauna slíkt. „Heyrðu, ég held þetta sé frekar tilraun til þess að grafa undan mér heldur en eitthvað annað. Ég er ekki hrifinn af gagnrýni, ekki einu sinni frá fjölmiðlum, því þetta getur haft áhrif á íþróttamenn,“ sagði Neymar eftir leikinn. „Ég fór ekki í viðtöl eftir síðustu tvo leiki því það er svo mikið af fólki að tala um mig. Ég vil bara spila og hjálpa liðsfélögunum. Til þess er ég hér, ekki til neins annars.“ Neymar er nýkominn til baka úr meiðslum en hann hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í febrúar þegar hann fótbrotnaði áður en til HM kom. „Ég vissi að það myndi taka tíma að komast aftur í mitt venjulega form og hraða og í dag leið mér miklu betur. Ég er mjög glaður með að hafa unnið leikinn og vil óska liðsfélögunum til hamingju með sigurinn,“ sagði Neymar. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu Neymar og þetta atvik í þætti kvöldsins. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira