Haraldur: Öll bein í líkamanum skulfu af stressi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:30 Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús braut í dag blað í íslenskri golfsögu þegar hann spilaði fyrstur íslenskra karlkylfinga á risamóti. Hann átti nokkuð skrautlegan fyrsta hring á Carnoustie vellinum í dag og endaði á einu höggi yfir pari. „Þetta er eiginlega klikkun. Var einn furðulegasti golfhringur sem ég hef spilað, einn sá skemmtilegasti líka. Ég var ekkert að pæla í skorinu. Það var mikið af mjög góðum höggum og nokkur léleg,“ sagði Haraldur við Þorstein Hallgrímsson að loknum fyrsta hring í Skotlandi í dag. „Það var mjög gott veður í dag, algjör draumur. En þeir settu pinnastaðsetningar svolítið erfiðar og ég var með frekar varkárt gameplan,“ sagði Haraldur en púttin voru oft aðeins að bregðast honum í dag, sérstaklega á fyrri níu, eftir fín högg.Haraldur fékk fimm fugla á seinni níu holunum, holum sem eru taldar með þeim erfiðustu á öllum tíu völlunum sem Opna breska er spilað á. „Varkárt af teig. Við vorum aldrei þannig séð að spá í pinnastaðsetningu og slá á pinna, það voru bara nokkur högg sem við slóum á pinnan. Svo datt pútterinn í gírinn þarna á seinni.“ Haraldur er í fínni stöðu fyrir annan dag á morgun, hann endaði jafn í 68. sæti þegar hann lauk leik. Þó eiga margir kylfingar enn eftir að ljúka leik. „Ég var svo stressaður að hvert einasta bein skalf í líkamanum. Ég vissi ekki hvort ég gæti hitt kúluna.“ Opna breska meistaramótið er eitt af fjórum risamótum í karlagolfinu og það elsta, mótið í ár er 147. Opna mótið.Haraldur á hringnum í dagvísir/friðrik„Þetta er ógeðslega gaman, ég get ekki útskýrt það á nokkurn annan hátt. Þetta er meira en ég bjóst við, og ég var með háar væntingar,“ sagði Haraldur Franklín Magnús. Vísir er með beinar textalýsingar af hringjum Haralds á mótinu og sýnt er beint frá mótinu alla helgina á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira