Söguleg stund í Skotlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2018 08:30 Haraldur Franklín Magnús brýtur blað í sögunni í dag. vísir/getty Það verður stór stund þegar Haraldur Franklín Magnús slær af teig á Opna breska meistaramótinu í golfi um klukkan níu í dag. Haraldur er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem keppir á risamóti í golfi. Opna breska er elst af risamótunum fjórum í golfi en mótið í ár er það 147. í röðinni. Það fer að þessu sinni fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi en hann þykir einn sá erfiðasti á Bretlandseyjum. Þetta er í áttunda sinn sem Opna breska fer fram á Carnoustie. Þegar það var haldið síðast á vellinum, árið 2007, bar Írinn Pádraig Harrington sigur úr býtum. Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann Opna breska í fyrra og hann er með í ár líkt og allir sterkustu kylfingar heims. Sextán fyrrverandi meistarar á Opna breska eru með að þessu sinni, meðal annars Tiger Woods sem er að ná vopnum sínum á ný eftir erfið ár. Hann hefur unnið Opna breska í þrígang (2000, 2005 og 2006). Haraldur tryggði sér sæti á Opna breska með því að lenda í 2. sæti á úrtökumóti í Kent á Englandi í byrjun mánaðarins. Í sætinu á eftir honum var ekki ómerkari kylfingur en Retief Goosen frá Suður-Afríku sem vann Opna bandaríska meistaramótið tvisvar á sínum tíma. Haraldur hefur undanfarin tvö ár leikið á Nordic League-mótaröðinni, þeirri þriðju sterkustu í Evrópu. Hann er því að fara að takast á við sitt stærsta verkefni á ferlinum á Carnoustie. Fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska er Haraldur í ráshóp með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Alls hefja 156 kylfingar leik á Opna breska í ár. Að minnsta kosti 70 þeirra komast í gegnum niðurskurðinn. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Tengdar fréttir Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15 Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30 Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það verður stór stund þegar Haraldur Franklín Magnús slær af teig á Opna breska meistaramótinu í golfi um klukkan níu í dag. Haraldur er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem keppir á risamóti í golfi. Opna breska er elst af risamótunum fjórum í golfi en mótið í ár er það 147. í röðinni. Það fer að þessu sinni fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi en hann þykir einn sá erfiðasti á Bretlandseyjum. Þetta er í áttunda sinn sem Opna breska fer fram á Carnoustie. Þegar það var haldið síðast á vellinum, árið 2007, bar Írinn Pádraig Harrington sigur úr býtum. Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann Opna breska í fyrra og hann er með í ár líkt og allir sterkustu kylfingar heims. Sextán fyrrverandi meistarar á Opna breska eru með að þessu sinni, meðal annars Tiger Woods sem er að ná vopnum sínum á ný eftir erfið ár. Hann hefur unnið Opna breska í þrígang (2000, 2005 og 2006). Haraldur tryggði sér sæti á Opna breska með því að lenda í 2. sæti á úrtökumóti í Kent á Englandi í byrjun mánaðarins. Í sætinu á eftir honum var ekki ómerkari kylfingur en Retief Goosen frá Suður-Afríku sem vann Opna bandaríska meistaramótið tvisvar á sínum tíma. Haraldur hefur undanfarin tvö ár leikið á Nordic League-mótaröðinni, þeirri þriðju sterkustu í Evrópu. Hann er því að fara að takast á við sitt stærsta verkefni á ferlinum á Carnoustie. Fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska er Haraldur í ráshóp með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Alls hefja 156 kylfingar leik á Opna breska í ár. Að minnsta kosti 70 þeirra komast í gegnum niðurskurðinn. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Tengdar fréttir Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15 Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30 Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15
Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30
Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00