Tiana Ósk og Jóhann Björn tóku fyrsta sætið | Ásdís langefst Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 17:00 Tiana Ósk hefur verið nánast óstöðvandi á þessu ári. vísir/Anton Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira