Sérstaða RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda lög og reglur og á grundvelli þeirra er gjarnan talað um sérstöðu Ríkisútvarpsins umfram aðra miðla. Lögin kveða á um hlutleysi, vönduð vinnubrögð og annað slíkt. Allt er þetta fínt á pappírnum og alveg klárt hvað löggjafinn ætlast til. En því miður virðist sá frómi vilji löggjafans rekast á við skoðun starfsfólks og stjórnenda Ríkisútvarpsins, að minnsta kosti þetta með vönduðu vinnubrögðin. Nærtækast er að rifja upp neyðarlegu atburðarásina sem leiddi til þess að Ríkisútvarpið ákvað að borga manni einum bætur fremur en að viðurkenna að það gat ekki staðið við frétt um hann og enn á eftir að svara fyrir fordæmalausa árás fréttamanns Ríkisútvarpsins á veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri. Í gær komst svo héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hefði sýnt af sér „stórfellt gáleysi“ og það hafi látið undir höfuð leggjast að tryggja að lögboðnum starfsháttum væri fylgt. Jafnframt er nú beðið úrskurðar forsætisráðuneytisins um hvort Ríkisútvarpið hafi blekkt forsætisráðherra og frú Vigdísi Finnbogadóttur til að taka þátt í lögbroti. Væri um að ræða venjulega ríkisstofnun væru einhverjir búnir að þurfa að axla ábyrgð. En sérstaða Ríkisútvarpsins er nefnilega sú að enginn þarf að bera ábyrgð og það er í raun skrýtið að héraðsdómur fatti ekki að sú krafa að starfsmennirnir fylgi lögboðnum starfsháttum er í raun fráleit. En hví ekki að breyta lögunum þannig að þau endurspegli raunveruleikann? Fyrsta og síðasta grein laganna um Ríkisútvarpið yrði þá svona „Ríkisútvarpið er eign starfsmanna þess og þeir geta gert það sem þeim sýnist með það.“
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar