Tunglið rautt á himni víða um jörð Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2018 12:00 Blóðmáni yfir Makedóníu í janúar. Vísir/EPA Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018 Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nú í kvöld, föstudagskvöld, 27. júlí, verður tunglið rautt á himni víða um jörð. Þetta verður lengsti tunglmyrkvi aldarinnar, eða allt til ársins 2123. og er ljóst að um mikið sjónarspil er að ræða. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, bendir á að almyrkvinn, það er að segja blóðmáninn, muni því miður ekki sjást frá Íslandi. Sævar segir að almyrkvinn verði því miður búinn þegar tunglið rís hjá okkur klukkan 22:38 í kvöld. Þá verður reyndar hálfskuggamyrkvi en hann sést ekki með berum augum. Annars verður hægt að fylgjast með þessu fyrirbæri á netinu fyrir áhugasama. Tunglmyrkvi gerist þegar jörðin fer á milli tunglsins og sólarinnar, sem er öfugt við sólmyrkva þegar tunglið fer á milli jarðarinnar og sólarinnar. Á föstudaginn mun allt tunglið falla í skugga jarðarinnar og verða rautt, sem gerist vegna speglunar sólskyns sem fer í gegnum lofthjúp jarðarinnar. Því kallast þetta fyrirbæri blóðmáni.Hér má sjá hvar tunglmyrkvinn verður sýnilegur og hve lengi.Vísir/NASAForsvarsmenn The Virtual Telescope Project munu koma myndavél fyrir á Palatinehæð í Róm og beina henni að tunglinu og hringleikahúsinu. Bein útsending hefst klukkan hálf sjö á föstudagskvöldið. Uppfært klukkan 13:08: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að blóðmáninn myndi sjást frá Íslandi. Það er hins vegar rangt líkt og Sævar Helgi benti á og hefur verið leiðrétt. A blood moon is coming! Here's what you need to know pic.twitter.com/MqciYNaxOg— The Guardian (@guardian) July 24, 2018
Vísindi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira