Hetjuleg frammistaða Haraldar dugði ekki til á fyrsta risamótinu Ísak Jasonarson skrifar 20. júlí 2018 19:45 Haraldur Franklín er því miður úr leik. vísir/getty Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús varð í dag fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna mótinu sem fer fram á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Haraldur lék annan hringinn í mótinu á 7 höggum yfir pari og lauk því leik á 8 höggum yfir pari eftir flottan fyrsta hring. Haraldur hóf leik á 1. teig í dag og mátti sjá að honum leið töluvert betur en á fyrsta hringnum. Hann fékk fjögur pör í röð og hefði jafnvel getað verið enn betri en púttin voru ekki alveg að detta hjá honum.Á 5. holu lenti hann hins vegar í vandræðum þegar hann missti innáhöggið í glompu við flötina. Þar var boltinn grafinn og eftir nokkur högg í kringum flötina var þrefaldur skolli niðurstaðan. Á 6. holu héldu vandræðin áfram þegar Haraldur sló út fyrir vallarmörk í öðru högginu og fékk hann tvöfaldan skolla þar. Haraldur sýndi það á fyrsta hringnum að hann gefst aldrei upp og á 9. holu fékk hann fugl. Á þeim tíma var hann einungis tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Haraldur fékk svo skolla á 12. holu og virtist þá nokkurn veginn vera búinn að kasta þessu frá sér. Hlutirnir áttu þó eftir að breytast því Haraldur fékk fugla á 13. og 14. holu og var þar með einungis höggi frá niðurskurðarlínunni og til alls líklegur fyrir lokaholurnar. Þær gengu hins vegar ekki nógu vel og kláraði Haraldur mótið á 8 höggum yfir pari, fimm höggum frá niðurskurðinum.Haraldur getur þó borið höfuðið átt eftir sína frammistöðu en hann sýndi það báða dagana að hann átti fullt erindi á þessu elsta risamóti heims. Bandaríkjamennirnir Kevin Kisner og Zach Johnson eru í forystu á Opna mótinu þegar mótið er hálfnað á 6 höggum undir pari. Kisner, sem var einnig í forystu eftir fyrsta hringinn, er í leit að sínum fyrsta risatitli, en Johnson er tvöfaldur risameistari.Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira