Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2018 11:26 Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar