Curry keppir aftur í næststerkustu atvinnumannamótaröðinni í golfi Arnar Geir Halldórsson skrifar 31. júlí 2018 08:30 Curry þykir ágætur kylfingur vísir/getty Steph Curry er af mörgum talinn besti körfuboltamaður heims en hann hefur farið fyrir liði Golden State Warriors sem hefur unnið NBA deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Engum blöðum er um það að fletta að Curry er stórkostlegur íþróttamaður en hann er ekki bara góður í körfubolta heldur þykir hann einnig fær kylfingur. Hann mun taka þátt á Ellie Mae Classic-mótinu í næstu viku en mótið er hluti af Web.com mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt í mótinu.Curry komst ekki í gegnum niðurskurð á mótinu í fyrra en kveðst spenntur fyrir því að taka aftur þátt. „Mér var vel tekið í fyrra og þetta var frábær reynsla. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt aftur og golfið skiptir mig miklu máli,“ segir besti leikmaður NBA-deildarinnar 2015 og 2016. Golf NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Steph Curry er af mörgum talinn besti körfuboltamaður heims en hann hefur farið fyrir liði Golden State Warriors sem hefur unnið NBA deildina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Engum blöðum er um það að fletta að Curry er stórkostlegur íþróttamaður en hann er ekki bara góður í körfubolta heldur þykir hann einnig fær kylfingur. Hann mun taka þátt á Ellie Mae Classic-mótinu í næstu viku en mótið er hluti af Web.com mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumannamótaröð Bandaríkjanna í golfi, á eftir PGA-mótaröðinni. Þetta er annað árið í röð sem Curry tekur þátt í mótinu.Curry komst ekki í gegnum niðurskurð á mótinu í fyrra en kveðst spenntur fyrir því að taka aftur þátt. „Mér var vel tekið í fyrra og þetta var frábær reynsla. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt aftur og golfið skiptir mig miklu máli,“ segir besti leikmaður NBA-deildarinnar 2015 og 2016.
Golf NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira