Óskar Örn: Blóðugt að löglegt mark sé tekið af okkur Magnús Ellert Bjarnason frá Kópavogsvelli skrifar 7. ágúst 2018 21:45 Óskar var ósáttur í leikslok. vísir/bára Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.” Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Óskar Örn Hauksson var skiljanlega niðurlútur í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. Lið hans, KR, varð að mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti þegar að það laut í lægra hald gegn Breiðablik fyrr í kvöld á Kópavogsvelli, 1-0. Óskar var spurður hvað hefði helst vantað í leik KR í kvöld. „Ég veit ekki hvort það sé hægt að segja að það hafi eitthvað sérstakt vantað í leik okkar. Þetta var jafn og lokaður leikur þar sem bæði lið vörðust vel. Við sköpuðum ekki mikið en það gerðu Blikar ekki heldur. Þeim tókst hins vegar að skora þetta eina mark sem skilur liðin að og það er gríðarlega svekkjandi.” Öllum að óvörum skaut Óskar Örn frá miðju vallarins á 8. mínútu leiksins. Í fyrstu leit út fyrir að Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, myndi grípa boltann auðveldllega, enda var hann vel staðsettur og skot Óskars beint beint á hann. Svo varð ekki raunin, en Gulli missti boltann klaufalega frá sér, að því er virtist inn fyrir marklínuna. Dómaratríó leiksins var hins vegar ekki á því máli að boltinn hefði farið inn fyrir línuna, við mikil mótmæli leikmanna KR. Hvernig horfði þetta við Óskari, var þetta mark? „Mér skilst að boltinn hafi verið inni og það er blóðugt að hugsa til þess að löglegt mark sé tekið af okkur. Við hefðum fengið allavega eitt stig ef dómarinn hefði dæmt rétt þar og mögulega þrjú. Þetta er eitthvað sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum verða að skoða vel með marklínutækninni þeirra.” Leikmönnum KR gekk illa að skapa sér færi í kvöld og var sóknarleikur þeirra lengstum hægur og fyrirsjáanlegur. Hvað fannst Óskari um sóknarleik KR? „Blikarnir eru með frábærtt varnarlið og verjast á fimm góðum mönnum. Við vorum búnir að fara vel yfir þetta og því átti þetta ekkert að koma okkur á óvart. Við vorum sennilega of óþólinmóðir og alltof gjarnir á að leita af fyrsta opna manninum í staðinn fyrir að vera þolinmóðir og taka okkar tíma í að opna vörnina þeirra.” Þrátt fyrir tapið er Óskar bjartsýnn fyrir komandi leiki. Aðspurður hvort að Evrópusæti væri ennþá raunæfur möguleiki, svaraði Óskar því án umhugsunar. „Já, að sjálfsögðu. Það er ennþá nóg eftir af þessu móti.”
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - KR 1-0 │Fjórði sigur Blika í röð Alexander Helgi Sigurðsson var kallaður úr láni frá Ólafsvík og þakkaði fyrir sig með marki. 7. ágúst 2018 22:30