Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. ágúst 2018 22:47 Bændur í Skaftárhreppi hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn og segja staðinn vera óheppilegan, því hlaup úr Skaftá hafi breytt vatnsrennslinu og grafið úr bökkum árinnar. Brúin á að vera tilbúin næsta sumar. Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. Þá varð hún fyrir verulegum skemmdum í Skaftárhlaupi árið 2015. Vegagerðin kynnti árið 2016 áform um að byggja 80 metra nýja brú skammt neðan núverandi brúar. Þá var auglýst eftr tilboðum í verkið í apríl á þessu ári, en framkvæmdir áttu að hefjast nú í águst og verkinu átti að vera lokið í 1. júlí 2019. Bóndi að Ytri-Ásum hefur efasemdir um staðsetninguna.Stöð 2/Vísir Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri-Ásum, sem er býli í nágrenninu, hefur efasemdir um staðsetninguna: „Já ég skal nú ekki segja um það, ég hef nú kannski verið æði lengi efins um þetta brúarstæði. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst það enn sannast núna að það hefur farið svo mikið úr þessu núna. Núna síðast í morgun fór stærðarstykki úr þar sem brúin átti að koma.“ Hann segir að stór Skaftárhlaup með mikilli eyðileggingu séu komin til að vera, og því þurfi að endurmeta stöðuna. „Við erum búin að sjá það í dag að þetta virðist vera komið til að vera, svona stór hlaup. Það er bara svoleiðis, við verðum bara að kyngja því.“ Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Vegagerð Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Bændur í Skaftárhreppi hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn og segja staðinn vera óheppilegan, því hlaup úr Skaftá hafi breytt vatnsrennslinu og grafið úr bökkum árinnar. Brúin á að vera tilbúin næsta sumar. Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. Þá varð hún fyrir verulegum skemmdum í Skaftárhlaupi árið 2015. Vegagerðin kynnti árið 2016 áform um að byggja 80 metra nýja brú skammt neðan núverandi brúar. Þá var auglýst eftr tilboðum í verkið í apríl á þessu ári, en framkvæmdir áttu að hefjast nú í águst og verkinu átti að vera lokið í 1. júlí 2019. Bóndi að Ytri-Ásum hefur efasemdir um staðsetninguna.Stöð 2/Vísir Gísli Halldór Magnússon, bóndi að Ytri-Ásum, sem er býli í nágrenninu, hefur efasemdir um staðsetninguna: „Já ég skal nú ekki segja um það, ég hef nú kannski verið æði lengi efins um þetta brúarstæði. Mér finnst það ekki gott. Mér finnst það enn sannast núna að það hefur farið svo mikið úr þessu núna. Núna síðast í morgun fór stærðarstykki úr þar sem brúin átti að koma.“ Hann segir að stór Skaftárhlaup með mikilli eyðileggingu séu komin til að vera, og því þurfi að endurmeta stöðuna. „Við erum búin að sjá það í dag að þetta virðist vera komið til að vera, svona stór hlaup. Það er bara svoleiðis, við verðum bara að kyngja því.“
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Vegagerð Tengdar fréttir Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Skemmdir á Suðurlandsvegi vegna Skaftárhlaups Suðurlandsvegi vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna vatns úr Skaftárhlaupi sem flæðir yfir veginn. Hjáleið er opin um Meðallandsveg. Vatnamælingamaður á Veðurstofunni segir Skaftárhlaup réna hægt og erfitt að segja til um hvað flóðið vari lengi. 6. ágúst 2018 12:00
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02
Gríðarmikið vatn hefur flætt yfir Suðurlandsveg Gríðarmikið vatn úr Skaftárhlaupi hefur flætt yfir Suðurlandsveg vestan við Holtsveg og Kirkjubæjarklaustur frá því í morgun og hefur vegurinn verið lokaður í allan dag. Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir þetta vera alveg nýja stöðu í Skaftárhlaupi. 6. ágúst 2018 22:13