Júlíana og Leó misstu fyrsta og eina barnið sitt: „Hún kom ekki til baka“ Bergþór Másson skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira