Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014 þar sem hann lýsti yfir stofnun Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi. Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi.
Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04
Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38
Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29