Rikki G hleypur tíu kílómetra í kleinuhringjabúningi og landsliðsmenn dæla peningum í málefnið Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Aron Pálmarsson og Aron Einar hafa gefið 250.000 krónur í söfnun Rikka. Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira