Sagðist hafa orðið manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 12:15 Valur Lýðsson, til hægri, í réttarsal á Selfossi. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28