Innlent

Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Garðabær.
Garðabær. Fréttablaðið/Sigurjón
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni.

Árásin átti sér stað á svæðinu við Arnarnesmýri, nánar tiltekið á göngustígum neðan við og meðfram Gullakri og Góðakri í Garðabæ. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vill lítið tjá sig um árásina í samtali við Vísi.

„Við lítum þetta alvarlegum augum og við höfum áhuga á því að athuga hvort það búi einhver yfir upplýsingum sem gætu hjálpað okkur í því að finna hver árásarmaðurinn er,“ segir Karl Steinar.

Óskar lögreglan eftir því að þeir sem hafi verið á ferli á svæðinu á milli klukkan 14 og 15 og kunni að hafa orðið virni að árásinni eða geti veitt upplýsingar um málið hafi samband við lögreglu í síma 444-1000, senda póst á [email protected] eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×