Guðmundur Ágúst og Helga Kristín leiða eftir fyrsta hring í Grafarholti Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2018 21:30 Helga var í stuði á fyrsta hringnum. mynd/gsimyndir.net Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr GR, og Helga Kristín Einarsdóttir, úr GK, leiða eftir fyrsta hring á Securitasmótinu en mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni. Keppt er um GR-bikarinn en leikið er á Grafarholtsveli alla helgina. Fyrsti hringurinn fór fram í gær en hann er fyrsti af fjórum sem leiknir eru um helgina. Guðmundur Ágúst spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari en næstur á eftir honum kemur Rúnar Arnórsson, úr GK, á þremur undir pari. Þar á eftir koma sex kylfingar á einu höggi undir pari þar á meðal atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Það er ljóst að það verður hörð barátta í karlaflokki um helgina.Guðmundur leiðir í karlaflokki eftir fyrsta hring.mynd/gsimyndir.netHelga Kristín spilaði frábært golf á fyrsta hringnum. Hún spilaði á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er með sjö högga forskot á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem er í öðru sætinu á fjórum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir og Berglind Björnsdóttur eru svo í þriðja til fjórða sætinu á sex höggum yfir pari. Verðlaunin er glæsileg á þessu móti. Atvinnukylfingar á borð við Íslandsmeistarana Axel Bóasson úr GK og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur gætu fengið allt að 750.000. kr í sinn hlut. Til þess þurfa þau að sigra á Securitasmótinu og landa stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni samhliða sigrinum í GR-bikarinnar. Ef áhugakylfingur sigrar í karla – eða kvennaflokki fær hann 70.000 kr. í sinn hlut. Atvinnukylfingar geta fengið 250.000 kr. fyrir sigurinn á Securitasmótinu – GR-bikarinn. Stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 fá 250.000 í sinn hlut ef þau eru atvinnukylfingar en áhugakylfingar fá 70.000 kr. gjafakort. Uppfærðan stigalista má sjá neðst í þessari grein hér.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira