Ólafía og Birgir hefja leik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2018 11:00 Ólafía Þórunn verður að spila vel um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefja leik á atvinnumannamótum erlendis í dag þar sem Ólafía leikur í Kanada en Birgir Leifur í Tékklandi. Ólafía Þórunn tekur þátt í CP-meistaramótinu í Kanada sem er hluti af LPGA-mótaröðinni og þarf heldur betur að bretta upp ermar. Hún missti af niðurskurði um síðustu helgi og er í verulegri hættu á að ná ekki að endurnýja þátttökuréttinn á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Er hún í 139. sæti á stigalistanum þegar skammt er eftir af tímabilinu og þarf að komast meðal hundrað efstu til að halda keppnisréttinum. Tók hún einnig þátt í þessu móti í fyrra þar sem henni tókst ekki að ná niðurskurði. Er hún með Sydnee Michaels og Madeleine Sheils í ráshóp og hefur leik rétt eftir hádegi að staðartíma á tíunda teig. Birgir Leifur keppir á sama tíma í Tékklandi á tékkneska meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Verður þetta níunda mót Birgis á þessari sterkustu mótaröð Evrópu og eru frábærir kylfingar á borð við Lee Westwood, Danny Willett, Padraig Harrington og Thomas Pieters skráðir til leiks. Mótið fer fram í Prag og á Birgir teigtíma rétt fyrir klukkan níu að staðartíma.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira