Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2018 20:03 Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar. Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, segir ekki í lagi að kostnaður við hátíðar Alþingis á Þingvöllum hafi tvöfaldast. Þetta kalli á nánari útskýringar bæði fyrir þingi og þjóð. Heildar kostnaður við hátíðarfund alþingis á Þingvöllum, sem fór fram þann 18. júlí síðastliðinn, fór rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Gert var ráð fyrir kostnaði upp á 45 milljónir í rekstraráætlun en heildar kostnaður endaði í tæpum 87 milljónum. „Þessar tölur vekja talsverða athygli, sérstaklega ef við lítum til dæmis á að byggja þennan pall og gangvegi kostar yfir 39 milljónir króna. Maður hefði jafnvel haldið að það væri ódýrara að byggja einbýlishús á svæðinu fyrir sömu upphæð; 22 milljónir í lýsingu, þetta eru mjög sérkennilegar tölur, þannig að það þarf að minnsta kosti að skýra það betur fyrir þingheimi og þjóð,“ segir Ágúst Ólafur. Hann segir augljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Ágúst Ólafur mun taka þetta fyrir hjá fjárlaganefnd og óska eftir að fá frekari upplýsingar og sundurliðun kostnaðar. Aðspurður hvort honum finnist forseti Alþingis eiga að axla ábyrgð svarar Ágúst því til að hann þurfi að útskýra kostnaðinn betur. Fréttastofa hefur rætt við marga um málið í dag en fæstir þingmenn vilja tjá sig opinberlega en segjast ætla bíða frekari svara frá forseta Alþingis um þessa tvöföldun á kostnaði. Í fyrramálið er fundur fjárlaganefndar á dagskrá og líklegt er að málið verði tekið fyrir þar.
Alþingi Tengdar fréttir Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29