Enginn með nógu stórar hendur í Sinfó Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 09:00 Hér má sjá þennan merkilega grip sem er Maggini-fiðlan. Ef einhver fer vel að Bjarna Benediktssyni er hún kannski föl fyrir 20 milljónir króna. visir/vilhelm Óvænt ákvæði er að finna í nýjum fjárlögum en þar er kveðið sérstaklega á um að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sé heimilt að selja Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verja andvirðinu til kaupa á öðru hentugra hljóðfæri. „Já, þetta eru góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar í samtali við Vísi. Góðar fréttir fyrir hljómsveitina? Hvernig má þetta vera? Vilji fólk hrapa að ályktunum mætti helst ætla að þarna vildi Bjarni krækja sér í fé með þeim stórkarlalegu aðferðum að vilja selja hljóðfærin úr höndum Sinfóníuhljómsveitarinnar. En, svo er ekki.Arna Kristín hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Hún segir engan í hljómsveitinni með nógu stórar hendur til að spila á fiðluna og fagnar því að nú megi selja gripinn.visir/pjeturÁ daginn kemur að um stórmerkilegan grip er að ræða sem samkvæmt bresku matsfyrirtæki er metin á 15 til 20 milljónir. Ástæðan fyrir því að Sinfóníuhljómsveitinni er síður en svo á móti skapi að henni sé komið í verð. Og ástæðan kemur á óvart: Það er enginn í sveitinni með nógu stórar hendur til að spila á hljóðfærið.Maggini-fiðlurnar einstakar „Við gætum hennar, ríkið á hana, en við höfum verið að falast eftir því hvort það megi fara þessa leið. Synd að þetta hljóðfæri sé ekki notað. Þetta er gott hljóðfæri og væri gott ef hægt væri að finna einhvern sem gæti notað það.“ Arna Kristín segir að hljóðfærið eigi sér sérstæða og athyglisverða sögu. Um er að ræða stóra Maggini-fiðlu frá sjálfum Giovanni Paolo Maggini (1580-1630), ítölskum fiðlusmið, lærisveini Saló sem er mikilvægasti fiðlusmiður Brescian-skólans. Maggini-fiðlurnar þykja frumstæðar að gerð en eru eftirsóttar einkum og einfaldlega vegna þess að um er að ræða einstaklega góð hljóðfæri.Hentar ekki sveitinni núna Hljóðfærið hefur afar fallegan tón, að sögn Örnu. Hún segir að komið hafi á daginn, þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti í Hörpu úr Háskólabíó, að Eldborgarsalurinn gerir miklu meiri kröfur til bæði hæfni hljóðfæraleikaranna sem og gæða hljóðfæranna.Vilhelm, ljósmyndari Vísis, fór sérstaklega niður í Hörpu og fékk að skoða þennan merka grip sem er Maggini-fiðlan. Hún er nú föl.visir/vilhelmVið Íslendingar búum svo vel að hljómsveitin hefur risið undir því og vel svo. Og hljóðfærakostur sveitarinnar því mikilvægur. Maggini-fiðlan er fín en hún passar ekki lengur og til að varpa ljósi á það verður að skoða forsöguna. Hljóðfærið var lengstum í eigu Ríkisútvarpsins en í varðveislu af Sinfóníuhljómsveitinni. Við ohf-un stofnunarinnar eignaðist ríkið það en Sinfóníuhljómsveitin hefur haft það í sinni vörslu. Arna Kristín segist hafa heyrt þá sögu sagða að líklega hafi það verið að undirlagi Jóns Sen að Ríkisútvarpið eignaðist hljóðfærið á sínum tíma. Jón var merkilegur maður, hann var fiðluleikari í Sinfóníunni frá því hún var stofnuð 1950 til 1984. Hann var lengi varakonsertmeistari og konsertmeistari á árunum 1972-1974. Tengdafaðir hans var Jónas Þorbergsson, alþingismaður og útvarpsstjóri og það var í hans tíð sem hljóðfærið var keypt. Líkast til hefur hljóðfærið komið til landsins snemma á 5. áratug síðustu aldar. Eftir því sem Vísir kemst næst var hún lengi vel ekki í notkun en var svo gerð upp um 1980.Var upphaflega víóla Hljóðfærið hefur líkast til upphaflega verið smíðað sem víóla en vegna gríðarlegra vinsælda Maggini-fiðlunnar var því breytt úr víólu í fiðlu. Eða hvað?Hér er Ari Þór með Maggini-fiðluna sem hann segir að hafi verið eins og barnið sitt í 17 ár. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé einhver framsýnn fjárfestir sem vilji kaupa fiðluna og fela sér umsjá með henni?Eggert Jóhannesson„Já, einmitt,“ segir Arna. Það sem er sérstakt við þessa fiðlu er að hún er óvanalega stór. Við höfum látið meta hana af helstu sérfræðingum á Englandi og þeir halda einmitt að þetta hljóðfæri hafi upphaflega verið víóla.“ Í skýrslu sem matsfyrirtækið Beare í London vann fyrir Sinfóníuhljómsveitina segir að þetta sé verulega gott hljóðfæri sem hafi upphaflega verið kontra alto viola en minnkuð á 19. öld, líklega í París í kringum 1840. En þá var mikil eftirspurn eftir Maggini-fiðlum. Það þurfti að stytta kassann og minnka. Það er að hluta til ástæðan fyrir því að hún fer ekki í allra hæsta klassa í verðmati, sem að sögn Beare er 15 til 20 milljónir, þó það sé í henni fallegur tónn. Þetta gerir jafnframt að verkum að til að geta spilað á hana þurfi fiðlarinn að vera með stórar hendur.Fiðlur fara fyrir svimandi upphæðir „Hljóðfæri sem þessi fara fyrir svimandi upphæðir,“ segir Arna Kristín. „Fiðlur eru ótrúlega dýrar. Og verða dýrari þeim mun eldri sem þær eru. Dýrustu strengjahljóðfæri geta farið yfir milljarð og meira.“ Sem áður sagði var þetta hljóðfærið sem Jón Sen notaði. Það var síðan Ari Þór Vilhjálmsson sem seinna tók við hljóðfærinu. Ari er með stórar hendur og hljóðfærið hentaði honum vel. Ari lék á Maggini-fiðluna frá árinu 1999 til 2016 eða í 17 ár. Hann hætti svo hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og leiðir nú 2. fiðlu í Helsinki Philharmonic Orchestra.Tengist hljóðfærinu tilfinningaböndum Ari þekkir því hljóðfærið og sögu þess vel. Hann dregur engan dul á að hann tengist hljóðfærinu tilfinningaböndum enda var það sem framlenging á honum sjálfum lengi. „Ég spurði þáverandi framkvæmdastjóra einmitt út í þetta fyrir nokkrum árum. En, ég vildi kanna hvort ég gæti keypt fiðluna af hljómsveitinni. En, þá kom í ljós að lagasetning þyrfti að koma til. Og það fór ekki lengra.“Hér er líkast til vert að staldra við og heyra hvernig fiðlan hljómar. Ari Þór flytur hér fiðlukonsert númer eitt eftir Shostakovich.Ari varpar þeirri hugmynd fram, í framhjáhlaupi, að þarna gæti sniðugur fjárfestir séð sér leik á borði; keypt fiðluna með þeim fyrirvara að Ari Þór myndi spila á hana og annast. Þetta er vel þekkt fyrirkomulag erlendis en eina dæmið um slíkt hér er Stradivarius-fiðla sem Hjörleifur Valsson fiðluleikari hefur í sinni umsjá. Ari telur þetta alveg rakið.Fræg fiðla Ari Þór telur að fiðlan hafi legið í skáp í tæp tíu ár allt þar til hann fór að spila á hana. Þetta er fræg fiðla - ævintýrafiðla. „Þetta er fiðlan sem gerði garðinn frægan þegar mér var neitað að fara um borð í Norwegian-flugið í janúar 2016.“ Þær hremmingar allar fóru vel að lokum. Ari telur góðan leikur í stöðunni fyrir Sinfóníuhljómsveitina þann að selja gripinn og nota þá tækifærið og bæta sinn hljóðfærakost. Sveitin á góða fiðlu, sem og gott selló, en þarna gæti verið snjallt að kaupa víólu. Kannski væri hægt að nota þetta tækifæri.Segist ekkert óeðlilega stór Ari vill ekki kannast við að vera óeðlilegur hvað vaxtarlag varðar, þá með vísan í það að Maggini-fiðlan henti bara afar handstórum mönnum.Ég er nú ekki nema 1,80 á hæð, en frekar breiðar axlir. „Ég er ekkert með óeðlilega langa handleggi, en hún hentaði mér mjög vel. En, ég byrjaði að spila á hana þegar ég var átján ára, lærði svo mikið að spila á hana ungur. Mér þykir vænt um fiðluna. Þetta verður eins og framlenging af manni sjálfum þegar maður spilar daglega í marga tíma í mörg ár á tiltekið hljóðfæri.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlög. En, þar var að finna óvænt ákvæði þar sem Bjarna er veitt umboð til að selja Maggini-fiðlu.vísir/vilhelmSjálfur á Ari góða fiðlu og svo vill til að hann var fyrir viku að fá það staðfest að hún er smíðuð af virtum fiðlusmið. Hún fjórfaldaðist í verði við það og er nú metin á átta milljónir.Merk uppgötvun „Ég var mjög heppinn. Og það má kannski þakka Maggini-fiðlunni það en ég hafði aldrei keypt mér hljóðfæri fyrr vegna þess að hún var svo góð. Ég álpaðist í hljóðfæraverslun í New York árið 2010. Ég var að láta setja ný bogahár í Maggini-fiðluna og maðurinn sem rekur þá búð sá sér leik á borði, kom með fiðlu og segir mér að prófa. Hún hljómaði ótrúlega vel, er Maggini-kópía. Nákvæmlega jafn stór. Hún var tiltölulega ódýr. Kostaði bara tvær milljónir.“Tiltölulega ódýr? „Já, fiðlur eru mjög dýrar. Ég fékk hjálp frá afa og ömmu og pabba og mömmu.“Fiðlan hans Ara reyndist smíðuð af Villaume Til að gera langa sögu stutta eignaðist Ari þá fiðlu en hafði hana til hliðar. Enda var hann aðallega að notast við Maggini-fiðluna.Hér má sjá áritunina sem fannst óvænt þegar fiðla Ara var tekin upp.„Síðan skilaði ég henni og fór þá að spila á fiðluna mína. Fyrir um tveimur og hálfu ári. Í sumar þurfti að fara fram viðgerð á henni þar sem lokið var meðal annars tekið af. Kemur þá ekki í ljós áritun á lok og bak, efst uppi sem sést ekki gegnum f-götin. Þar stendur að fiðlan sé eftir Jean-Baptiste Vuillaume, sem er eldri bróðir Nicolas Francois Vuillaume frá Brussel, sem er mjög stórt nafn meðal fiðlusmiða. Hann var uppi fyrir um 200 árum.“ Viðgerðarmaðurinn sagðist halda að þetta sé alvöru en til að fá það staðfest yrði Ari að fara til Parísar að hitta hinn mikla Jean-Jacques Rampal sem rekur bestu fiðlubúðina í Frakklandi. „Aðeins hann getur staðfest fyrir víst. Ég bókaði tíma og beið í rúma 2 mánuði og hitti hann loks í síðustu viku. Hann skoðaði fiðluna mína og segir engin spurning, áritunin sé alvöru og öll önnur smáatriði passi og hún er því staðfest J.B. Villaume. Sem er rosalegt nafn í fiðlum,“ segir Ari Þór sem unir hag sínum vel í Helsinki og getur alltaf á sig fiðlum bætt. Tónlist Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Óvænt ákvæði er að finna í nýjum fjárlögum en þar er kveðið sérstaklega á um að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sé heimilt að selja Maggini-fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verja andvirðinu til kaupa á öðru hentugra hljóðfæri. „Já, þetta eru góðar fréttir fyrir okkur,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar í samtali við Vísi. Góðar fréttir fyrir hljómsveitina? Hvernig má þetta vera? Vilji fólk hrapa að ályktunum mætti helst ætla að þarna vildi Bjarni krækja sér í fé með þeim stórkarlalegu aðferðum að vilja selja hljóðfærin úr höndum Sinfóníuhljómsveitarinnar. En, svo er ekki.Arna Kristín hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Hún segir engan í hljómsveitinni með nógu stórar hendur til að spila á fiðluna og fagnar því að nú megi selja gripinn.visir/pjeturÁ daginn kemur að um stórmerkilegan grip er að ræða sem samkvæmt bresku matsfyrirtæki er metin á 15 til 20 milljónir. Ástæðan fyrir því að Sinfóníuhljómsveitinni er síður en svo á móti skapi að henni sé komið í verð. Og ástæðan kemur á óvart: Það er enginn í sveitinni með nógu stórar hendur til að spila á hljóðfærið.Maggini-fiðlurnar einstakar „Við gætum hennar, ríkið á hana, en við höfum verið að falast eftir því hvort það megi fara þessa leið. Synd að þetta hljóðfæri sé ekki notað. Þetta er gott hljóðfæri og væri gott ef hægt væri að finna einhvern sem gæti notað það.“ Arna Kristín segir að hljóðfærið eigi sér sérstæða og athyglisverða sögu. Um er að ræða stóra Maggini-fiðlu frá sjálfum Giovanni Paolo Maggini (1580-1630), ítölskum fiðlusmið, lærisveini Saló sem er mikilvægasti fiðlusmiður Brescian-skólans. Maggini-fiðlurnar þykja frumstæðar að gerð en eru eftirsóttar einkum og einfaldlega vegna þess að um er að ræða einstaklega góð hljóðfæri.Hentar ekki sveitinni núna Hljóðfærið hefur afar fallegan tón, að sögn Örnu. Hún segir að komið hafi á daginn, þegar Sinfóníuhljómsveitin flutti í Hörpu úr Háskólabíó, að Eldborgarsalurinn gerir miklu meiri kröfur til bæði hæfni hljóðfæraleikaranna sem og gæða hljóðfæranna.Vilhelm, ljósmyndari Vísis, fór sérstaklega niður í Hörpu og fékk að skoða þennan merka grip sem er Maggini-fiðlan. Hún er nú föl.visir/vilhelmVið Íslendingar búum svo vel að hljómsveitin hefur risið undir því og vel svo. Og hljóðfærakostur sveitarinnar því mikilvægur. Maggini-fiðlan er fín en hún passar ekki lengur og til að varpa ljósi á það verður að skoða forsöguna. Hljóðfærið var lengstum í eigu Ríkisútvarpsins en í varðveislu af Sinfóníuhljómsveitinni. Við ohf-un stofnunarinnar eignaðist ríkið það en Sinfóníuhljómsveitin hefur haft það í sinni vörslu. Arna Kristín segist hafa heyrt þá sögu sagða að líklega hafi það verið að undirlagi Jóns Sen að Ríkisútvarpið eignaðist hljóðfærið á sínum tíma. Jón var merkilegur maður, hann var fiðluleikari í Sinfóníunni frá því hún var stofnuð 1950 til 1984. Hann var lengi varakonsertmeistari og konsertmeistari á árunum 1972-1974. Tengdafaðir hans var Jónas Þorbergsson, alþingismaður og útvarpsstjóri og það var í hans tíð sem hljóðfærið var keypt. Líkast til hefur hljóðfærið komið til landsins snemma á 5. áratug síðustu aldar. Eftir því sem Vísir kemst næst var hún lengi vel ekki í notkun en var svo gerð upp um 1980.Var upphaflega víóla Hljóðfærið hefur líkast til upphaflega verið smíðað sem víóla en vegna gríðarlegra vinsælda Maggini-fiðlunnar var því breytt úr víólu í fiðlu. Eða hvað?Hér er Ari Þór með Maggini-fiðluna sem hann segir að hafi verið eins og barnið sitt í 17 ár. Hann veltir því fyrir sér hvort ekki sé einhver framsýnn fjárfestir sem vilji kaupa fiðluna og fela sér umsjá með henni?Eggert Jóhannesson„Já, einmitt,“ segir Arna. Það sem er sérstakt við þessa fiðlu er að hún er óvanalega stór. Við höfum látið meta hana af helstu sérfræðingum á Englandi og þeir halda einmitt að þetta hljóðfæri hafi upphaflega verið víóla.“ Í skýrslu sem matsfyrirtækið Beare í London vann fyrir Sinfóníuhljómsveitina segir að þetta sé verulega gott hljóðfæri sem hafi upphaflega verið kontra alto viola en minnkuð á 19. öld, líklega í París í kringum 1840. En þá var mikil eftirspurn eftir Maggini-fiðlum. Það þurfti að stytta kassann og minnka. Það er að hluta til ástæðan fyrir því að hún fer ekki í allra hæsta klassa í verðmati, sem að sögn Beare er 15 til 20 milljónir, þó það sé í henni fallegur tónn. Þetta gerir jafnframt að verkum að til að geta spilað á hana þurfi fiðlarinn að vera með stórar hendur.Fiðlur fara fyrir svimandi upphæðir „Hljóðfæri sem þessi fara fyrir svimandi upphæðir,“ segir Arna Kristín. „Fiðlur eru ótrúlega dýrar. Og verða dýrari þeim mun eldri sem þær eru. Dýrustu strengjahljóðfæri geta farið yfir milljarð og meira.“ Sem áður sagði var þetta hljóðfærið sem Jón Sen notaði. Það var síðan Ari Þór Vilhjálmsson sem seinna tók við hljóðfærinu. Ari er með stórar hendur og hljóðfærið hentaði honum vel. Ari lék á Maggini-fiðluna frá árinu 1999 til 2016 eða í 17 ár. Hann hætti svo hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og leiðir nú 2. fiðlu í Helsinki Philharmonic Orchestra.Tengist hljóðfærinu tilfinningaböndum Ari þekkir því hljóðfærið og sögu þess vel. Hann dregur engan dul á að hann tengist hljóðfærinu tilfinningaböndum enda var það sem framlenging á honum sjálfum lengi. „Ég spurði þáverandi framkvæmdastjóra einmitt út í þetta fyrir nokkrum árum. En, ég vildi kanna hvort ég gæti keypt fiðluna af hljómsveitinni. En, þá kom í ljós að lagasetning þyrfti að koma til. Og það fór ekki lengra.“Hér er líkast til vert að staldra við og heyra hvernig fiðlan hljómar. Ari Þór flytur hér fiðlukonsert númer eitt eftir Shostakovich.Ari varpar þeirri hugmynd fram, í framhjáhlaupi, að þarna gæti sniðugur fjárfestir séð sér leik á borði; keypt fiðluna með þeim fyrirvara að Ari Þór myndi spila á hana og annast. Þetta er vel þekkt fyrirkomulag erlendis en eina dæmið um slíkt hér er Stradivarius-fiðla sem Hjörleifur Valsson fiðluleikari hefur í sinni umsjá. Ari telur þetta alveg rakið.Fræg fiðla Ari Þór telur að fiðlan hafi legið í skáp í tæp tíu ár allt þar til hann fór að spila á hana. Þetta er fræg fiðla - ævintýrafiðla. „Þetta er fiðlan sem gerði garðinn frægan þegar mér var neitað að fara um borð í Norwegian-flugið í janúar 2016.“ Þær hremmingar allar fóru vel að lokum. Ari telur góðan leikur í stöðunni fyrir Sinfóníuhljómsveitina þann að selja gripinn og nota þá tækifærið og bæta sinn hljóðfærakost. Sveitin á góða fiðlu, sem og gott selló, en þarna gæti verið snjallt að kaupa víólu. Kannski væri hægt að nota þetta tækifæri.Segist ekkert óeðlilega stór Ari vill ekki kannast við að vera óeðlilegur hvað vaxtarlag varðar, þá með vísan í það að Maggini-fiðlan henti bara afar handstórum mönnum.Ég er nú ekki nema 1,80 á hæð, en frekar breiðar axlir. „Ég er ekkert með óeðlilega langa handleggi, en hún hentaði mér mjög vel. En, ég byrjaði að spila á hana þegar ég var átján ára, lærði svo mikið að spila á hana ungur. Mér þykir vænt um fiðluna. Þetta verður eins og framlenging af manni sjálfum þegar maður spilar daglega í marga tíma í mörg ár á tiltekið hljóðfæri.“Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjárlög. En, þar var að finna óvænt ákvæði þar sem Bjarna er veitt umboð til að selja Maggini-fiðlu.vísir/vilhelmSjálfur á Ari góða fiðlu og svo vill til að hann var fyrir viku að fá það staðfest að hún er smíðuð af virtum fiðlusmið. Hún fjórfaldaðist í verði við það og er nú metin á átta milljónir.Merk uppgötvun „Ég var mjög heppinn. Og það má kannski þakka Maggini-fiðlunni það en ég hafði aldrei keypt mér hljóðfæri fyrr vegna þess að hún var svo góð. Ég álpaðist í hljóðfæraverslun í New York árið 2010. Ég var að láta setja ný bogahár í Maggini-fiðluna og maðurinn sem rekur þá búð sá sér leik á borði, kom með fiðlu og segir mér að prófa. Hún hljómaði ótrúlega vel, er Maggini-kópía. Nákvæmlega jafn stór. Hún var tiltölulega ódýr. Kostaði bara tvær milljónir.“Tiltölulega ódýr? „Já, fiðlur eru mjög dýrar. Ég fékk hjálp frá afa og ömmu og pabba og mömmu.“Fiðlan hans Ara reyndist smíðuð af Villaume Til að gera langa sögu stutta eignaðist Ari þá fiðlu en hafði hana til hliðar. Enda var hann aðallega að notast við Maggini-fiðluna.Hér má sjá áritunina sem fannst óvænt þegar fiðla Ara var tekin upp.„Síðan skilaði ég henni og fór þá að spila á fiðluna mína. Fyrir um tveimur og hálfu ári. Í sumar þurfti að fara fram viðgerð á henni þar sem lokið var meðal annars tekið af. Kemur þá ekki í ljós áritun á lok og bak, efst uppi sem sést ekki gegnum f-götin. Þar stendur að fiðlan sé eftir Jean-Baptiste Vuillaume, sem er eldri bróðir Nicolas Francois Vuillaume frá Brussel, sem er mjög stórt nafn meðal fiðlusmiða. Hann var uppi fyrir um 200 árum.“ Viðgerðarmaðurinn sagðist halda að þetta sé alvöru en til að fá það staðfest yrði Ari að fara til Parísar að hitta hinn mikla Jean-Jacques Rampal sem rekur bestu fiðlubúðina í Frakklandi. „Aðeins hann getur staðfest fyrir víst. Ég bókaði tíma og beið í rúma 2 mánuði og hitti hann loks í síðustu viku. Hann skoðaði fiðluna mína og segir engin spurning, áritunin sé alvöru og öll önnur smáatriði passi og hún er því staðfest J.B. Villaume. Sem er rosalegt nafn í fiðlum,“ segir Ari Þór sem unir hag sínum vel í Helsinki og getur alltaf á sig fiðlum bætt.
Tónlist Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira