Einkunnir Íslands: Rúnar Már nýtti tækifærið vel Íþróttadeild skrifar 11. september 2018 20:54 Rúnar Már Sigurjónsson í baráttu við þá Jan Vertonghen og Vincent Kompany á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni. Romelu Lukaku gerði tvö mörk fyrir Belga og Eden Hazard eitt í 0-3 sigri þeirra. Íslenska liðið byrjaði nokkuð vel í leiknum en eftir að Belgar náðu valdi á boltanum eftir um korters leik sá Ísland boltann varla. Frammistaðan var mun betri en gegn Sviss um helgina og það hafa hærra skrifuð lið en Ísland tapað fyrir Belgum. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum Íslands einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 5 Hann hefur átt betri daga í markinu, virkaði ekki alveg nógu öruggur á köflum. Það má kannski setja smá spurningamerki við hann í öðru markinu en gat lítið gert í hinum tveimur.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 6 Skilaði fínu dagsverki í dag. Gaf ekki mikið af sér sóknarlega, enda lítið um sóknarleik hjá íslenska liðinu í þessum leik.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 6 Átti sínar lykiltæklingar sem hann skilar svo vel og var nokkuð stöðugur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 4 Gaf vítaspyrnuna, var augljóslega brotlegur. Hann hefur ekki enn náð að sanna sig almennilega sem arftaki Kára í miðverðinum.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður - 5 Átti ágætis leik. Var kominn óvenju mikið í sóknarleikinn undir lokin þegar Íslendingarnir fengu að halda boltanum aðeins.Birkir Bjarnason, miðjumaður - 5 Það hefur oft sést meira til Birkis, það fór frekar lítið fyrir honum inn á miðjunni.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 6 Það var mikill munur á miðjunni í þessum leik frá þeim síðasta þar sem Emil vantaði. Reynslan og róin skilaði sér vel á miðsvæðinu í dag.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður - 6 Mjög duglegur í pressunni og hljóp úr sér lungun eins og svo oft áður. Þar sem liðinu sem heild gekk illa að koma sér í sóknarstöður fékk hann lítið til þess að búa til.Rúnar Már Sigurjónsson, hægri kantmaður - 7 Besti maður Íslands í dag. Var hrikalega öflugur í upphafi, datt svo aðeins niður eins og allt liðið þegar leið á fyrri hálfleik. Kom aftur sterkur inn eftir leikhléið, hann nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel í dag.Ari Freyr Skúlason, vinstri kantmaður - 5 Svipað og með Hörð á hinum kantinum þá átti Ari ágætis leik og skilaði sínu dagsverki þokkalega af sér.Jón Daði - Böðvarsson, framherji - 6 Fékk úr litlu að moða en bjó til hættulegasta færi Íslands snemma í leiknum. Var duglegur og átti fína spretti þegar Ísland fór af stað í sókn.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Jón Daða á 71. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Guðlaugur Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Ara Frey Skúlason á 80. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 84. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira