Aukið fé til lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna, skipulagðrar glæpastarfsemi og aukinnar landamæravörslu Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 11:38 Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Vísir/Vilhelm Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna. Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna.
Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira