Hannes: Megum ekki sökkva okkur í volæði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. september 2018 14:30 Hannes Þór Halldórsson. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að leikurinn gegn Belgum í kvöld verði stórt próf fyrir íslenska liðið eftir hörmungarnar í Sviss um síðustu helgi. „Það er ekki hægt að neita því að svona skellur gerir það að verkum að sjálfstraustið fær svolítið högg. Við megum samt ekki gleyma því að við erum búnir að standa okkur vel í sex ár hér heima,“ segir Hannes Þór ákveðinn. „Þetta var áfall og það þarf að vinna sig út úr því. Við megum ekki sökkva okkur í volæði og láta þetta hafa varanleg áhrif á sjálfstraustið. Það er okkar verkefni núna. Besta sem við getum gert er að rífa okkur upp og eiga góðan leik á móti Belgum. Þá er hægt að líta á leikinn í Sviss sem einangrað atvik og slys.“ Sumir knattspyrnuáhugamenn óttast að partíið í kringum karlalandsliðið sé búið eftir tapið gegn Sviss. Hannes er þó ekki á því. „Ég sé enga ástæðu til þess. Við þurfum samt að sýna það í verki. Þetta er sama lið og hefur náð árangri og við erum enn hungraðir í að ná árangri. Stórmótin hafa verið ótrúleg lífsreynsla og við erum í góðum séns að komast aftur á stórmót,“ segir Hannes. „Við erum mættir til að ná árangri og ég sé enga ástæðu til þess að partíið sé búið. Við viljum meira. Leikur Íslands og Belgíu í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Upphitun fyrir leikinn í sjóvnvarpinu hefst klukkan 17.45. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Alderweireld ræddi um tap Íslands í Sviss og nýja Þjóðadeildarlagið Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum í kvöld er eitt besta landslið heims, Belgía, mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 07:00 Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. 11. september 2018 13:30 Sjáðu Martinez tala um Gylfa, Þjóðadeildina og jafnteflið fræga gegn Frakklandi Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, ber Gylfa Sigurðssyni söguna vel og segir að íslenska liðið sé með leikmenn sem geta breytt leik á einu augnabliki. 10. september 2018 20:37 Toby Alderweireld: Tap Íslands gegn Sviss ekki gott fyrir okkur Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, segir að stórt tap Íslands í Sviss hafi ekki verið gott fyrir Belgíu. 10. september 2018 20:12 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir að leikurinn gegn Belgum í kvöld verði stórt próf fyrir íslenska liðið eftir hörmungarnar í Sviss um síðustu helgi. „Það er ekki hægt að neita því að svona skellur gerir það að verkum að sjálfstraustið fær svolítið högg. Við megum samt ekki gleyma því að við erum búnir að standa okkur vel í sex ár hér heima,“ segir Hannes Þór ákveðinn. „Þetta var áfall og það þarf að vinna sig út úr því. Við megum ekki sökkva okkur í volæði og láta þetta hafa varanleg áhrif á sjálfstraustið. Það er okkar verkefni núna. Besta sem við getum gert er að rífa okkur upp og eiga góðan leik á móti Belgum. Þá er hægt að líta á leikinn í Sviss sem einangrað atvik og slys.“ Sumir knattspyrnuáhugamenn óttast að partíið í kringum karlalandsliðið sé búið eftir tapið gegn Sviss. Hannes er þó ekki á því. „Ég sé enga ástæðu til þess. Við þurfum samt að sýna það í verki. Þetta er sama lið og hefur náð árangri og við erum enn hungraðir í að ná árangri. Stórmótin hafa verið ótrúleg lífsreynsla og við erum í góðum séns að komast aftur á stórmót,“ segir Hannes. „Við erum mættir til að ná árangri og ég sé enga ástæðu til þess að partíið sé búið. Við viljum meira. Leikur Íslands og Belgíu í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í beinni textalýsingu á Vísi. Upphitun fyrir leikinn í sjóvnvarpinu hefst klukkan 17.45.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30 Alderweireld ræddi um tap Íslands í Sviss og nýja Þjóðadeildarlagið Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum í kvöld er eitt besta landslið heims, Belgía, mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 07:00 Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. 11. september 2018 13:30 Sjáðu Martinez tala um Gylfa, Þjóðadeildina og jafnteflið fræga gegn Frakklandi Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, ber Gylfa Sigurðssyni söguna vel og segir að íslenska liðið sé með leikmenn sem geta breytt leik á einu augnabliki. 10. september 2018 20:37 Toby Alderweireld: Tap Íslands gegn Sviss ekki gott fyrir okkur Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, segir að stórt tap Íslands í Sviss hafi ekki verið gott fyrir Belgíu. 10. september 2018 20:12 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss. 11. september 2018 12:30
Alderweireld ræddi um tap Íslands í Sviss og nýja Þjóðadeildarlagið Það verður mikið um dýrðir í Laugardalnum í kvöld er eitt besta landslið heims, Belgía, mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. 11. september 2018 07:00
Þegar Belgar mættu síðast í Laugardalinn: „Læt ekki hafa mig að fífli“ Belgíska fótboltalandsliðið er mætt til Íslands og mætir strákunum okkar í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru 42 ár síðan Belgar voru síðast í Laugardalnum. 11. september 2018 13:30
Sjáðu Martinez tala um Gylfa, Þjóðadeildina og jafnteflið fræga gegn Frakklandi Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, ber Gylfa Sigurðssyni söguna vel og segir að íslenska liðið sé með leikmenn sem geta breytt leik á einu augnabliki. 10. september 2018 20:37
Toby Alderweireld: Tap Íslands gegn Sviss ekki gott fyrir okkur Toby Alderweireld, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, segir að stórt tap Íslands í Sviss hafi ekki verið gott fyrir Belgíu. 10. september 2018 20:12