Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 09:58 Frá vettvangi við eyjuna Chuuk. EPA/ZACH NIEZGODSKI Flugvélin sem lenti í sjónum við Chuuk-flugvöll í Míkrónesíu í nótt var framleigð frá Icelandair Group til flugfélagsins Air Niugini. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni en engan sakaði.Greint var frá slysinu á Vísi í morgun eftir að fréttir bárust af því í erlendum fjölmiðlum en um var að ræða Boeing 737-800 flugvél með skráningarnúmerið P2-PXE. Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. Atvikið átti sér stað í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir eins og áður sagði og komust þeir allir frá borði heilir á húfi samkvæmt nýjustu upplýsingum, að því er segir í tilkynningu Icelandair. „Öllu öðru framar er hugur okkar hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða, gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins,“ segir jafnframt í tilkynningu.35 farþegar voru um borð í vélinni.AP/Blue Flag ConstructionsFarþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús.EPA/Matthew Colson Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Flugvélin sem lenti í sjónum við Chuuk-flugvöll í Míkrónesíu í nótt var framleigð frá Icelandair Group til flugfélagsins Air Niugini. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir voru um borð í vélinni en engan sakaði.Greint var frá slysinu á Vísi í morgun eftir að fréttir bárust af því í erlendum fjölmiðlum en um var að ræða Boeing 737-800 flugvél með skráningarnúmerið P2-PXE. Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. Atvikið átti sér stað í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir eins og áður sagði og komust þeir allir frá borði heilir á húfi samkvæmt nýjustu upplýsingum, að því er segir í tilkynningu Icelandair. „Öllu öðru framar er hugur okkar hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða, gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins,“ segir jafnframt í tilkynningu.35 farþegar voru um borð í vélinni.AP/Blue Flag ConstructionsFarþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús.EPA/Matthew Colson
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32