Samfylkingin vill umbyltingu í þágu barna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2018 11:02 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira