Las yfir þingheimi í jómfrúarræðu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 25. september 2018 15:57 Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar kallaði hún eftir að þingheimur tæki ábyrgð á embættisgjörðum sínum og nefndi þar ýmis mál sem hafa vakið hneykslan í samfélaginu undanfarið. Sagði hún að þjóðkjörnir fulltrúar á Íslandi kæmust upp með að keyra því sem nemi 36 sinnum hringinn í kringum landið á kostnað skattgreiðenda, halda þjóðhátíðarfundi sem fara 100 prósent fram úr kostnaðaráætlun og orðið uppvísir að því að brjóta lög við skipun dómara án þess að svo mikið sem biðjast afsökunar. „Ekki misskilja mig þó, ég býst ekki við hópuppsögnum að ræðu minni lokinni en það er heldur ekki ætlunin með henni,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir í ræðu sinni sem sjá má hér að neðan.Hún sagðist hafa setið sinn fyrsta þingfund í gær og þar hafi traust til stjórnmálamanna verið ofarlega í huga þingmanna. Sagði hún að í nágrannalöndum Íslands segi ráðherrar af sér af því þeir fóru með ráðuneytissíma til útlanda án þess að tilkynna það eða þeir höfðu ekki greitt útvarpsgjaldið. Sagði Sigríður María að það væru ýmsar leiðir til að bera ábyrgð, til dæmis með afsögn eða að játa mistök og sýna iðrun. „Hugtakið ábyrgð virðist hins vegar hafa tekið sér alveg séríslenskt form. Hér hefur myndast sú hefð að snúa einfaldlega baki í blásandi vindinn og bíða síðan þegjandi þar til vindinn lægir. En almenningur vill sjá kjörna fulltrúa þurfa að sæta sömu ábyrgð og hann þarf sjálfur að gera í eigin störfum og endurnýjað umboð er ekki hvítþvottur. Það sýnir dvínandi traust á Alþingi, löggjafanum sjálfum sem setur hér leikreglurnar, dvínandi traust sem leiðir að lokum til þess að fólk missir traust á sjálfum reglunum sem við reynum að setja hér,“ sagði Sigríður María. Hún bætti við að ef þingmenn vilja virkilega endurreisa traust fólks á Alþingi og framkvæmdavaldinu yrði að taka öðruvísi á málunum. „Það er einungis þegar við sjálf förum að sýna starfi okkar og stöðu tilhlýðilega virðingu sem við getum farið að kalla eftir trausti.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira