Óttast ekki að allt fari á hliðina með nýju áfengisfrumvarpi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira