Sjö fuglar og Tiger leiðir fyrir lokahringinn með þremur höggum Anton Ingi Leifsson skrifar 22. september 2018 22:47 Það er allt undir hjá Tiger á morgun. vísir/getty Tiger Woods er með þriggja högga forystu er einn hringur er eftir af Tour Championship í Atalanta en mótið er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni þetta tímabilið. Tiger var einnig í forystu eftir fyrstu tvo hringina en hann byrjaði stórkostlega í dag. Hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum og þetta leit mjög vel út hjá kappanum. Skolli á níundu og sextándu drógu aðeins úr þessu hjá Tiger sem er þó með myndarlega forystu er síðasti hringurinn verður leikinn á morgun. Tiger spilaði hringinn í dag á 65 höggum, sjö fuglar og tveir skollar, en hann er samtals á tólf undir pari. Næstur koma Rory McIlroy og Justin Rose á níu undir. Það verður því rafmagnað andrúmsloft í Atlanta annað kvöld en útsendingin frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 16.00 á morgun, sunnudag. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er með þriggja högga forystu er einn hringur er eftir af Tour Championship í Atalanta en mótið er síðasta mótið á PGA-mótaröðinni þetta tímabilið. Tiger var einnig í forystu eftir fyrstu tvo hringina en hann byrjaði stórkostlega í dag. Hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum og þetta leit mjög vel út hjá kappanum. Skolli á níundu og sextándu drógu aðeins úr þessu hjá Tiger sem er þó með myndarlega forystu er síðasti hringurinn verður leikinn á morgun. Tiger spilaði hringinn í dag á 65 höggum, sjö fuglar og tveir skollar, en hann er samtals á tólf undir pari. Næstur koma Rory McIlroy og Justin Rose á níu undir. Það verður því rafmagnað andrúmsloft í Atlanta annað kvöld en útsendingin frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 16.00 á morgun, sunnudag.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira